Hvað hefur Halldór formaður um þetta að segja?

halldór sjálfurHalldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega nýja fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og þá aðallega þau áform að verja auknu fé til samgangna á landsbyggðinni.

Þetta mun vera í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem „fulltrúi“ landsbyggðarinnar segist ekki vilja meira fjármagn í samgöngubætur, nóg sé komið.

Halldór tekur það skýrt fram að þetta sé hans persónulega skoðun ekkihalldór formaður skoðun þeirra samtaka sem hann fer fyrir.

Því væri gaman að heyra hvað formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur um þetta að segja, nú þegar við höfum heyrt skoðun Halldórs Halldórssonar.


mbl.is Atkvæðakaup og liður í að framlengja líf stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skildurðu ekki manninn? Hann sagðist vera á móti því að fé til samgangna væri skilyrt með þessum hætti. Ekki að hann væri á móti fé til samgangna.

Það sjá það allir sem vilja að þetta sjávarútvegsfrumvarp fer aldrei í gegn nema mikið breytt. Það er því afar óábyrgt að eyrnamerkja fé sem er ekki til (nema í viltustu draumum vinstrimanna), til verkefna af þessu tagi. Það er lýðskrum af verstu sort.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2012 kl. 10:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, eru ekki allar framkvæmdir á vegum ríkisins háðar því að tekna sé aflað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2012 kl. 10:30

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, en þá á það fé að vera fast í hendi en ekki óraunhæf óskhyggja

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband