Takk Eiríkur Jónsson, þú hjálpaðir mér, og vonandi sem flestum öðrum, að taka ákvörðun!

Ég hef aldrei áður þakkað skítseyði fyrir þess framlag, en allt er einu sinni fyrst. Takk Eiríkur Jónsson fyrir þitt framlag.

Ég hef áður tjáð hug minn um þann skítmokstur sem stundaður er í forsetakosningunum og þá aðallega af meintum samstuðnings félögum mínum við Ólaf Ragnar. Skítkastinu er eingöngu beint gegn Þóru, þar sem hún er helst talin ógna Ólafi.

Menn draga ekki af sér, tilgangurinn er látinn helga meðalið og eins þykkt smurt og framast er kostur. Hamrað er látlaust á lyginni og hálfsannleikanum uns  þau hljóma sem sannleikurinn eini.

Núna í kvöld horfði ég á eitthvað sem átti vera sjónvarpsþáttur á "sjónvarpi Eiríks Jónssonar", þátt  í sama dúr og þættir með sama manni fyrir margt löngu sem nutu nokkra vinsælda um hríð en ofbuðu að lokum fólki fyrir lágkúru og ljótleika. Eiríkur reynir þarna að höggva í sama hnérunn og fer beint í sorann.

Eiríkur dregur fram fyrrverandi sambýliskonu Svavars, eiginmanns Þóru, kynnir hana til leiks sem SPÁMIÐIL (hvað sem það nú er) til að spá til um úrslit kosninganna. (SJÁ HÉR)

Síðan snýst "spádómurinn" þeirrar fyrrverandi  aðallega um kalann sem miðillinn virðist bera í brjósti gegn fyrrverandi sambýlismanni og barnsföður eftir þeirra misheppnaða samband. Auk þess sem "spádómurinn" upplýsir helst hvað frænka Eiríks eigi mikla möguleika í kosningunum.

Er þetta það sem móðirin matar barnið sitt á um föður þess? Þvílík móðir, geri hún það.

Það er athyglisvert að þessi magnaði miðill skuli ekki hafa verið heppnari með eigið líf, svona vel sjáandi inn í framtíðina.

Hér tók steininn úr í þessum hatursáróðri gegn Þóru. Mér ofbýður, ég snýst henni til varnar og geng í hennar lið. Rétt eins og ég gerði 1996 þegar árásirnar á Ólaf Ragnar náðu hámarki.


mbl.is Gegn forseta í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk fyrir flottan pistil....

hilmar jónsson, 21.6.2012 kl. 00:47

2 identicon

Gott hjá þér Axel Jóhann.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 08:21

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hélt satt að segja að Eiríkur Jónsson væri dauður, að minnstakosti  sem fjölmiðlamaður , en fram ganga hans hér um árið var með þvílíkum endemum að meira af því vantar mig ekki. 

En nú sé ég hér á blogginu að hann er enn að einhverstaðar í holræsum og með sama sóðaskapinn.  Þegjum hann í hel, því hann er athyglissjúkur.   

Hrólfur Þ Hraundal, 21.6.2012 kl. 08:42

4 Smámynd: Sólbjörg

Hvað er það sem þú ert svona þakklátur Eiríki fyrir Axel? Er það það að fyrrverandi fjölskylda Svavars upplýsir að maki forsetaframbjóðanda beitir líkamlegt ofbeldi. Varla finnst þér svona flott að hann á að hafa lamið ömmu konunar sinnar. Maðurinn hefur einnig verið dæmur fyrir að sparka í höfuð liggjandi manns. Skil þig ekki Axel ætlar þú þessvegna að kjósa Þóru, henni til varnar?

Sólbjörg, 21.6.2012 kl. 09:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sólbjörg, ef daman hefur öll þessi gögn undir höndum þá á hún auðvitað að fara með málið rétta boðleið.

En af einhverjum ástæðum gerir hún það ekki en kýs að nota meint gögn til að meiða og særa. Það er nefnilega hægt að valda skaða með "gögnum" sem ekki eru til, með því einu að halda fram tilvist þeirra.

Sem sést best á því hvað margir gripu þetta sem andann á lofti, eins og þú gerir,  saksækja, dæmda og refsa, allt í einni svipan að órannsökuðu máli. 

En auðvitað þýðir ekkert að ræða þetta við þig, þú hefur fellt þinn dóm og honum verður ekki áfrýjað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2012 kl. 10:55

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Sólbjörg er ágætt dæmi um sumt af því treggáfaða fólk sem kann ekki að lesa í svonna aðstæður. Skilur ekki stóra samhengið..

hilmar jónsson, 21.6.2012 kl. 11:07

7 Smámynd: hilmar  jónsson

"Anna Björg Hjartardóttir " er víst rétta nafnið á bak við Sólbjörgu

hilmar jónsson, 21.6.2012 kl. 11:37

8 Smámynd: Sólbjörg

Undarlegt að gera öðru fólki upp skoðanir og tilfinningar eins og sleggjudómar ykkar bera vitni um. Málefnið er í umræðu í fjölmiðlum vegna kosninga í æðsta embætti þjóðarinnar og ljóst að þegar svona umræða eins og hér er á ferðinni þá lætur fólk sig varða hverjir veljast á Bessastaði Þessar fréttir voru í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum og koma upp aftur núna, því fólk er almennt ekki ánægt með ofbeldi hver sem í hlut á.

Sólbjörg, 21.6.2012 kl. 11:52

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það má endalaust deila um málefni og skoðanir fólks á þeim. En óneitanlega er meiri reisn yfir þeim sem setja fram sínar skoðanir undir fullu nafni, en þeim sem gera það nafnlaust, eða hvað þá þeim sem ljúga til nafns.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2012 kl. 12:04

10 identicon

Kom einhversstaðar fram að þessi Eiríkur væri að vinna í þágu Ólafs Ragnars?  - En verði þér að góðu Axel,fínt að fá einn sterkan þráð frá Samfylkingunni þarna inn,eins vel og hún og Vinstri-Talibanar hafa staðið sig í að jafna kjör fólksins í landinu og heimilanna,en þetta er þín skoðun sem ekki verður af þér tekin...

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 17:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held því ekki fram Kristján, að Eiríkur vinni í þágu Ólafs, nema Ólafur sé frænka Eiríks.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband