Spellvirki Öryrkjabandalagsins

Ég er fullkomlega sammála kærendum kosninganna um forsendur kærunnar. Núverandi fyrirkomulag við aðstoð þeim til handa sem ekki geta kosið hjálparlaust er gersamlega óviðunandi og því verður að breyta strax.

En ég er gersamlega ósammála þessari aðgerð og tel það gífur- legan ábyrgðarhluta af hálfu Öryggjabandalagsins og beinlínis spellvirki að ætla ganga alla leið og krefjast ógildinga forsetakosninganna á forsendum þessa formgalla. Ekki hvað síst þegar ljóst má vera að ágallalausar kosningar hefðu ekki skilað öðrum úrslitum.  Fráleitt er að styðja slíka rökleysu.

Umræðan um hnökra nýgengina kosninganna hefur klárlega orsakað þann þrýsting á Alþingi að breyta þessu misrétti fyrir næstu kosningar. Kæra Öryrkjabandalagsins er því að öllum líkindum fullkomið vindhögg og því ekkert annað en hreinræktað spellvirki, verði hún til þess að ógilda kosningarnar.

    


mbl.is Vilja ógilda forsetakosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Mér finnst líklegra að vinur eða fjölskyldumeðlimur reyni að hafa áhrif á atkvæði viðkomandi. Svo er líka alltaf hættan á að einhver kaupi atkvæðið og fylgi svo viðkomandi í kjörklefann til að tryggja að hann standi við það.

Kosning fatlaðra sem þurfa aðstoð verður aldrei jafn örugg eða leynileg og hjá okkur sem förum alein í kjörklefann. Hinsvegar tel ég að núverandi fyrirkomulag sé skárra en það sem verið er að óska eftir.

Hallgeir Ellýjarson, 18.7.2012 kl. 19:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig sem kaupin gerast í kjörklefanum Hallgeir, þá á það auðvitað að vera á ábyrgð atkvæðagreiðandans, ekki kjörstjórnar, hvort heldur menn eru fatlaðir eða ófatlaðir.

Ekkert ætti að hindra þá fatlaða sem telja núverandi fyrirkomulag skárra að óska á efir aðstoð kjörstjórnar við kosninguna.

Ég er ættaður úr fámennu kjördæmi úti á landi og satt best að segja gæti ég ekki hugsað mér að þyggja aðstoð kjörstjórnar þar við kosningar væri þannig í pottinn bíð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2012 kl. 19:44

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fatlaðir ættu kannski að svara þeirri spurningu: HVOR ER LÍKLEGRI TIL AÐ HAFA ÁHRIF Á ATKÆÐAGREIÐSLU ÞEIRRA OPINBER STARFSMAÐUR EÐA PERÓNULEGUR KUNNINGI??????  Þeir sem verða að njóta aðstoðar við að greiða atkvæði, verða að gera sér grein fyrir því að í þeirra tilfelli, verður kosningin ALDREI leynileg................

Jóhann Elíasson, 18.7.2012 kl. 19:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Jóhann. En það er eigi að síður mikilvægt að þeir geti valið sér þann aðstoðaraðila, sem þeir treysta best. Nær verður vart komist.

En ég tel þessa aðgerð ÖB skemmdarverk, því þær kunna að ógilda kosningarnar á atriði sem engu skipta um úrslitin. Það segi ég blákalt þrátt fyrir að hafa gjarnan viljað önnur úrslit.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2012 kl. 20:05

5 identicon

Félög geta ekki kært kosningar samkvæmt lögum , því eru það bara 3 öryrkjar er kæra og meðal þeirra er að vísu Formaður stjórnar ÖBÍ .  En ÖBÍ kærir ekki neitt.  Rétt skal vera rétt. Og nafn bandalagið er ekki skammstafað ÖB heldur ÖBÍ.

Valur (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 20:32

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér skiptir máli að allir geti kosið leynilega gagnvart yfirvöldum fyrst og fremst. Þess vegna er eðlilegra að þeir sem ekki geta kosið, velji sjálfir sinn aðstoðarmann.

Annað er að margir þurfa einungis aðstoð við að merkja við kjörseðilinn en hafa eðlilega sjón til að ganga úr skugga um að kosið sé samkvæmt þeirra óskum. Til að koma til móts við blinda þá ætti að vera hægt að útbúa seðlana með blindraletri eða einhverju slíku svo þeir vita hvar á að krossa.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.7.2012 kl. 20:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að flest allir séu sammála um þetta núna Emil.  Blindraletur leysir heldur ekki öll þessi vandamál.  Seðlarnir mega allavega ekki vera þannig að ljóst verði hvað eini blindi maðurinn í kjördæminu kaus! O.s.f.v.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2012 kl. 21:08

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þá á ég við að allir kjörseðlar séu með blindratáknum auk venjulegrar áprentunar en það gæti virkað svo framarlega að þeir blindu geti merkt við með blýanti á réttan stað. Ég myndi allavega treysta mér til að kjósa blindandi ef reitirnir væru afmarkaðir með upphleypingu og fyrir framan reitina væru upphleyptir upphafsstafir frambjóðenda.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.7.2012 kl. 22:06

9 identicon

Þessi kæra er sama bullið og þegar íhaldið kærði(lét kæra) stjórnlagaþings kosningarnar. Nú reynir á dómara íhaldsins hvort þeir eru samkvæmir sjálfum sér og fari eftir dóma fordæmum. Það má reikna með að allar kosningar hér eftir verði kærðar til að ná fram hefndum.

Trausti (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 08:55

10 identicon

Þetta er mál sem hefur verið hundsað af stjórnvöldum í fjölda ára og yfir margar kosningar en ekki hefur skort neitt á loforðin annað en efndirnar. Þegar stjórnvöldum hefur oft verið bent á að þetta þurfi að laga en stjórnvöld lofa lofa og lofa en gera svo ekkert þá er ekki nema eitt í stöðunni.

sigkja (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 22:08

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur lítil eða engin umræða verið um þessi mál fyrr en nú, sigkja. Umræðan er það kröftug og með þeim hætti núna að þessi galli kosningalaganna verður ekki hundsaður lengur.

Því er þessi kæra, sem slík, algerlega óþörf og því hreint skemmdarverk og mun engu skila til réttlætis í þessu máli en gæti hugsanlega kostað á 3ja hundrað milljónir sem betur væri varið með öðrum hætti, hvort heldur væri í málefni fatlaðra eða annarra þarfra verkefna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2012 kl. 00:02

12 identicon

Umræðan hefur verið en þykir lítt fréttnæm og hefur ekki orðið almenningi minnisstæð. Almenningur hefur ekki sýnt mikinn áhuga fyrr en farið var út í aðgerðir. Umræðan núna væri gleymd við næstu kosningar ef ekki hefði komið til þessi kæra og þú værir ekki að velta fyrir þér og blogga um mannréttindi fatlaðra.

sigkja (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 07:40

13 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Það gleymist örugglega aftur að lagfæra þetta svo að Samfykingarliðið geti kært stórsigur Sjálfstæðisflokksins eftir næstu kosningar.

Hallgeir Ellýjarson, 20.7.2012 kl. 18:42

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú gleymir því Hallgeir að þetta er tvíeggja sverð, þar sem báðar eggjarnar eru jafnbeittar.

En auðvitað er helv.... Samfylkingin alltaf skúrkurinn. Var það ekki hún sem kærði stjórnlagakosningarnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2012 kl. 18:49

15 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Samfylkingin er í stjórn það er á hennar ábyrgð að laga þetta.

Hún lofaði því eftir stjórnlagaráðsklúðrið en "gleymdi" því svo þegar stefndi í sigur sitjandi forseta.

Annars er ég enginn aðdáandi Sjálfstæðisflokksins bara svo það sé á hreinu.

Hallgeir Ellýjarson, 20.7.2012 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.