Það er full ástæða til að vorkenna LÍÚ Mafíunni hvar hún, tötrum klædd, hímir í ræsinu og betlar sér viðurværis.

LÍÚÞessi afleita rekstrarafkoma hjá Samherja upp á aðeins tæpa níu milljarða hagnað er auðvitað alls óviðunandi og eins víst að afkoman sé engu betri hjá öðrum aðildarfélögum LÍÚ.

Samherji og reglubræður þeirra í LÍÚ Mafíunni hafa því ákveðið að þvinga fram, með verkbanns- aðgerðum, launa- og kjara- skerðingu hjá sjómönnum.

Vesalingarnir telja sig ekki eiga annan kost, í þessari kröppu stöðu, eigi þeir að geta greitt sjálfum sér feitan arð. 

*Fyrir þá sem ekki vita hvað verkbann er, þá er það öfug „verkfallsboðun“, þar sem atvinnurekendur loka fyrirtækjunum og senda launafólk heim launalaust.)  


mbl.is Methagnaður hjá Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það þarf sennilega að biðja fyrir þeim líka í öllum sínum ömurleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 14:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá þurfa allir að leggjast á eitt Ásthildur, við vitum að 50% þátttaka er ógild.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 14:24

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Góð mynd af "Frikka"!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.11.2012 kl. 14:34

4 identicon

Mér sýnist þetta nú ekki vera neitt óhóflegur hagnaður.Rúmlega 10% af veltu.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 14:56

5 identicon

"Samherji hefur hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning á nokkru láni. "Flottur rekstur hjá Samherja.Og svo þarf maður að hlusta og lesa niðrandi ummæli frá Elítunni á mölinni um þá Frændur..Þetta er það sem er að bjarga Íslandi ,dugnaður og framsýni !Ekki úrræða leysi og vankunnátta sem einkennir þessa stjórn sem við sitjum uppi með..

Haraldur Huginn Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 15:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki hafa þeir bjargað Vestfjörðum svo mikið er víst.  Og dugnaðurinn er nú beggja blands í okkar huga allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 15:36

7 identicon

Óskiljanlegt þetta væl í mönnunum um að lækka þurfi tekjur sjómanna vegna fyrirhugaðs veiðigjalds - sem, vel að merkja, á að leggjast á HAGNAÐ, ekki veltu (þótt LÍÚ ljúgi því blákalt að gjaldið verði veltuskattur. En ef þú endurtekur ósannindi nógu oft fer fólk að trúa þeim...)

Fv. Ybbar Gogg (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 15:49

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, já myndin af Frikka er fín, en heldur leggst núna minna fyrir kappann en gerði þegar við vorum saman til sjós á Örvari HU. Þá var virðing borin fyrir honum, en hver gerir það núna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 16:17

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert þá sammála mér Borgþór, þetta er óviðunandi afkoma og því ofur eðlilegt að þeir laumist í launaumslög starfsmanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 16:20

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert með þetta, Haraldur Huginn. Ef einhver aflar milljarða með dugnaði er ekki hægt að ætlast til þess að sá hinn sami leggi til samfélagsins. Samfélaginu eiga, öryrkjar, atvinnulausir og aðrir aumingjar að halda uppi fyrir dugnaðarfólkið svo það geti hvílt sig áhygjulaust sig eftir annasama daga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 16:27

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frægt er eina framlag Samherja til Vestfjarða Ásthildur, orðatiltækið: "Guggan verður áfram gul."

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 16:29

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fv. Ybbar Gogg, ertu að meina þetta, segja þeir ósatt hjá LÍÚ? Þú ert að grínast!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 16:32

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt og  verður alltaf gerð úr frá Ísafirði.... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 17:21

14 identicon

Afkoman er ekkert léleg en ekkert óeðlilega góð heldur,svo ber að hafa í huga að þettað er óvenjulega góð afkoma miðað við fyrri ár að sögn.

Í framhaldi af sértækri skattlagningu á útgerðarfyrirtæki hafa menn byrjað að losa sig við minni útgerðir til hinna stærri svo við eigum eftir að sjá margar "Guggur" skifta um heimahöfn á næstu árum í boði Jóhönnu.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 17:24

15 identicon

Samfélaginu eiga, öryrkjar, atvinnulausir og aðrir aumingjar að halda uppi fyrir dugnaðarfólkið svo það geti hvílt sig áhygjulaust sig eftir annasama daga.

Það er svona kjaftæði sem gerir alla umræðu svo erfiða.Nú er ég þess fullviss að þú ert ekki svo vitlaus að halda að bótaþegar séu eða geti orðið burðarásar í samfélagi ,en það virðist vera einhverskonar tíska hjá vissum hópi fólks að bulla svona.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 17:38

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er rétt hjá þér Borgþór að ég er ekki það vitlaus að halda að bótaþegar geti verið burðarásar samfélagsins.

En hinsvegar er hér starfandi stjórnmálaflokkur sem sem er heillaður af þeirri hugmyndafræði og skattastefna hans er afar einföld, að létta sem mest skattbyrðinni af hátekjumönnum og færa þær sem mest þeir geta á neðri endann á tekjuskallanum.

Þetta vita flestir en margir kjósa að stinga höfðinu í sandinn og forðast að horfast í augu við þá staðreynd og kalla hana kjaftæði sjálfum sér til friðþægingar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2012 kl. 20:35

17 identicon

Það er ekki þægilegt að finna svar við því hvernig á að skattleggja ríkt fólk eða fyrirtæki,en ég tel mikilvæt að aðilar séu skattlagðir með sama hætti hvort sem þeir verða ríkir af súkkulaðifraleiðslu ,hugbúnaðargerð eða útgerð.

Samherji greiðir margfalt  meira í skatt heldur en fyrirtæki í hugbúnaðargerð sem hagnast um sömu upphæð vegna auðlindaskattsins.

Eftir áralanga rógsherferð Jóhönnu og fylgifiska hennar gegn þessari atvinnugrein hefur henni tekist að skapa þannig andrúmsloft hjá stórum hluta þjóðarinnar að hún kemst upp með að skattleggja greinina þannig að fjöldi minni og meðalstórra útgerða mun fara í þrot ef eigendenum tekst ekki að selja áður.

Nánast allir umsagnaraílar um frumvarpið voru andvígir því og meðal annars nefndin sem ríkisstjórnin skipaði til að kanna áhrif laganna benti á að þettað mundi drepa fjölda fyrirtækja eða eins og þeir orða þetta kurteislega "mun valda mörgum minni og meðalstórum útgerðum verulegum erfiðleikum"

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 22:21

18 identicon

Það þarf alvöru vinstribyltingu á Íslandi, þannig að fólk fari að eltast við hluti sem hæfa skynsömum manni með sál að eltast við, en eltist ekki lengur eins og svín við efnisleg gæði og að uppfylla lægstu hvatir sínar, veraldlega metorðagirnd sína og hégóma sinn. Hún þarf þó að vera með frelsi og samþykki fólksins. Mannkynið er bráðum búið að vera ef við höldum áfram að eltast við skottið á okkur í eigingirni. Hnatthlýnun, kjarnorkuógnin, bio-vopn...Þetta endar allt fyrr en okkur grunar ef við snúum ekki af hinni illu braut efnishyggjunnar og eigingirninnar. Mannkynið þarf að hugsa sem ein stór heild, þar sem hver notar eigin gjafir heildinni til góðs.

Y (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.