Leitt ef við missum af þessum heimsendi eins og öllum hinum

heavens-gateJarðarbúar geta andað léttar. Ekkert er hæft í þeim staðhæfingum að heimsendir verði laust eftir hádegið þann 21. desember n.k. Himnaför Jóns Vals, Mofa og fáeina annarra réttlátra er því frestað um óákveðin tíma ásamt vítis för minni og restar.

Þetta fékk páfinn staðfest þegar hann sló á þráðinn til himna og rabbaði við  Jesú í síðustu viku. Jesú kom gersamlega af fjöllum og tjáði páfanum, í fullum trúnaði, að hann kannaðist ekki við nein áform um heimsendi. Ekki rengjum við Jesú, skárra væri það.

Þetta mun sennilega valda þeim 90 þúsundum manna vonbrigðum sem ætluðu að koma saman í Gvatemalaborg 21. des til að missa örugglega ekki af heimsendinum.

  


mbl.is Kristnir skeyti engu um heimsendaspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég missti alveg af því að fá að hlakka til smátíma, því ég missti af þessari heimsendaspá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2012 kl. 19:40

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehe. Þú kant að láta það heita.

hilmar jónsson, 18.11.2012 kl. 19:55

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, þeir þykjast kunna að heilaþvo og sannfæra almenning um allskonar vitleysu, þessir boðberar trúarbragðaruglsins. Það væri nú meiri lúxusinn fyrir sviknar mannskepnur heimsins, ef þær sviknu mannskepnur gætu séð fram á svo auðvelda lausn, eins og heimsenda.

Hvernig dettur fólki í hug að heimurinn, (sem er eilífur), geti bara endað með einum punkti?

Það er ekki öll vitleysan eins, sem gervitrúar-postularnir prédika uppúr skálduðum menntaritum háskóla heimsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 20:21

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Reyndar Anna, þá er heimurinn langt frá því að vera eilífur... Síðasti söludagur hans á eftir að koma einn daginn.

En hvað varðar þessa heimsendaspá, þá geta trúaðir ekki eignað sér hana. Heldur kemur þetta út frá því að einhverjir vitleysingar túlkuðu dagatal Maya á þá vegu að heimurinn skyldu enda þegar það endaði..

Svona eins og heimurinn endar alltaf á 31. des á ári hverju.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.11.2012 kl. 21:04

5 identicon

Veriði nú ekkert of viss.Það varð bara að fresta himnaförinni síðast vegna þess að það fór að gjósa í Eyjafjallajökli og þá var ekki hægt að fljúga.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 21:49

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

josef, það er þá enn von.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2012 kl. 22:10

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hvort sem heimurinn endar eða ekki þann 21. þá missum við þannig lagað séð af því, því við verðum steindauð og engu nær :)

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2012 kl. 22:37

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ingibjörg. Himintunglin og allt sem finnst í himingeimnum getur ekki hætt að vera til, að mínu mati. En þetta er bara mín skoðun, og hún er að sjálfsögðu ekkert réttari en skoðanir annarra.

Ég hef allavega engar áhyggjur af einhverjum heimsendi.

Það er góð ábending hjá þér, þetta með 31. des á hverju ári

Það er nokkuð ljóst að við lifum ekki lífið af, á þessari jarðarkringlu. Það er bara spurning hversu langan tíma hver og einn fær á hótel jörð. Best að nota tímann sem best.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 23:47

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna, sólin okkar hættir í sjálfu sér ekki að vera til, en hún endar sína "lífdaga" og "deyr" eigi að síður, þegar hún hefur brennt öllu sínu eldsneyti. Þá þenst hún fyrst gríðarlega út, gleypir Merkúr og Venus, Jörðin sleppur sennilega en verður þá líflaus auðn.

Síðan fellur sólin saman og endar í því ástandi sem kallað er hvítur dvergur og verður þá á stærð við Jörðina. Reikistjörnurnar halda áfram að snúast í kringum dverginn til eilífðarnóns.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2012 kl. 23:59

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Á þessu stigi er það samt varla spurning um skoðanir hvers og eins.

Trúverðugasta kenningin sem við höfum núna varðandi alheimin er semsé Stóri Hvellur, og hvernig heimurinn þandist út á ógnarhraða. Kenningin er að heimurinn sé hættur að þenjast út og sé farinn að dragast saman aftur.

Þótt það taki einhverja miljarða, eða biljarða ára, þá á endanum hætta himintunglin að vera til.

Mannkynið verður auðvitað löngu útdautt, sem og allt líf á jörðunni og á reikistjörnum í kring. Í sögulegu tilliti verður mannkynið ekki svo langlíft að hægt væri að minnast þess sem kynsjúkdóms sem alheimurinn fékk á unglingsárunum.

Ekkert varir að eilífu. Ekki nokkur skapaður né tilviljanakenndur hlutur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.11.2012 kl. 00:38

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér ræðum við stjörnufræði þegar aðaláhyggjuefnið ætti að vera hvort útvaldir rétttrúaðir fái að hitta skapara sinn fyrir jólin eða ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2012 kl. 00:50

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég er nokkuð róleg yfir þessu. Tel það frekar líklegt að ég hitti þig og mömmu fyrir jól.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.11.2012 kl. 01:03

13 identicon

http://imagine.gsfc.nasa.gov/docs/science/know_l1/supernovae.html

GB (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 09:15

14 identicon

http://hubblesite.org/explore_astronomy/black_holes/

Háski (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 09:18

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þennan fróðleik

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2012 kl. 09:38

16 identicon

Ég tel að allar spár um heimsendi(á næstunni) séu stórlega ofmetnar. Það sem fór að gerast fyrir nokkrum milljörðum ára var að útþensluhraði alheimsins fór að aukast. Það þýðir að allir hlutir munu fjarlægjast hvern annan (á stjarnfræðilegann mælikvarða) hraðar og hraðar. Við jarðarbúar (ef við verðum ennþá til) munum ekki lengur sjá neitt annað en næstu stjörnuþoku okkar (Andromedu) og allt annað verður svart.

Við munum hætta að sjá allt annað en það sem er næst okkur í himingeyminum.

Alheimurinn mun enda kaldur og svartur þar sem ekkert ljós sést, það er það sem bíður okkar eftir ansi langan tíma.

Hins vegar er okkar alheimur aðeins einn af sennilega nokkrum hundruð milljörðum alheima svo það er af nógu að taka.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 09:45

17 identicon

Sagan sem páfinn stendur fyrir er enn heimskari en þessi hlægilega heimsendaspá, því það verður heimsendi/jörðin fer í það minnsta á einhverjum tímapunkti.
Menn þurfa að vera verulega heilaþvegnir.. mig langar að segja, fávitar, til að leggja trú á biblíu eða aðrar álíka bækur

DoctorE (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 10:14

18 identicon

Já það er ennþá von Axel.Við getum farið að hlakka til jólanna ef flugsamgöngur verða í lagi og engin hálka á AÐALGÖTUNNI fyrir mótorhjólin.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband