Er eingöngu hrossakjöt notað í kjötsvindlið?

Matvælastofnun ætti líka að kanna hlutfall beljukjöts í nautahakki og öðrum afurðum. Það er undarlegt hvernig allt það beljukjöt sem fellur til árlega viðrist gufa upp, því ekki sést það í verslunum merkt sem slíkt.

  


mbl.is Kanna hvort hrossakjöt leynist í íslenskri kjötvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er NAUTAKJÖT rangnefni á þessari vöru.  Eldri sonur minn var að vinna í kjötvinnslu í rúm þrjú ár og sagði hann að ENGINN munur væri á merkingu á "fille" af gamalli belju eða ungu nauti, viðskiptavinir ættu bara að sjá muninn sjálfir (að mati forráðamanna kjötvinnslunnar).  Hann vildi líka meina að megnið af því hrossakjöti, sem er á markaðnum hér á landi, væri mun betri var en megnið af því "nautakjöti" sem er á markaðnum................

Jóhann Elíasson, 12.2.2013 kl. 20:26

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

er þetta "hin hreini íslenski" landbúnaður?

ahugaverður punktur jóhann

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2013 kl. 20:54

3 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

Nautgripakjöt getur verið kýrkjöt en kýrkjöt má ekki vera í nautakjöti. Hinsvegar er folalda-og tryppakjöt mikið betra en nautakjöt, kjöt af eldri hrossum sést varla hér á landi því nógur markaður er fyrir það í Rússlandi og víðar út um heim.

Júlíus Guðni Antonsson, 13.2.2013 kl. 01:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sleggjan og Hvellur.

Það er athyglisvert hvernig þér tekst að snúa öllu sem fram kemur upp í eitthvað af þínum áhugamálum. Í þessu tilviki ESB.

Það var enginn hér að tala um landbúnað nema þú. Heldur kjötvinnslu, sem er matvælaiðnaður en ekki landbúnaður. Viltu ekki næst fara að bera smíði á álfelgum undir bílinn þinn, saman við rekstur álversins í Straumsvík? Það er álíka sambærilegt þetta tvennt, eins og hitt.

Þá myndi ég þúsund sinnum frekar vilja borða íslenskt hrossahakk (hvernig svo sem það er merkt) heldur en viðbjóðslegar evrópskar sjónvarpsmáltíðir búnar til úr kjöti af rúmenskum dráttarklárum og einhverju fleira drasli.

Eigum við svo að taka smá umræðu um hugtakið "evrópsk neytendavernd" með hliðsjón af því að hún kemur ekki í veg fyrir að það sé eitthvað allt annað sett í matinn hjá fólki en stendur á pakkanum?

Hvernig gat það eiginlega gerst í draumalandinu þar sem allt er fullkomið?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 11:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er klárt að víða er pottur brotinn í þessum iðnaði. Það versta er að þeir sem eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda gera það ekki og gæðavotta þannig svindlið með aðgerðarleysinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2013 kl. 18:50

6 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Þetta eru gömul sannindi og ný. En folalda og tryppa kjöt eru mun betri vara og ekki eins vand með farin í eldamensku og nauta-kýrkjöt.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 13.2.2013 kl. 23:36

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fullkomlega sammála þér Gunnar um folaldakjötið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.2.2013 kl. 06:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver er boðskapurinn Jón Geir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.2.2013 kl. 19:11

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég er fæddur og uppalinn í sláturhúsi á Sauðárkróki.  Pabbi var sláturhússtjóri.  Það væri saga til næsta bæjar að upplýsa um eitt og annað sem gekk á.  Til að mynda því sem snéri að pylsugerð.

  Látum það gott heita.  Kunningi minn hóf fyrir aldarfjórðungi eða eitthvað innflutning á soyjakjöti.  Það er þurrefni sem þarf að setja í bleyti ásamt kryddi og þá breytist það í nautakjöt eða kjúklingakjöt eða eitthvað svoleiðis.  Þetta er mjög ódýrt dæmi í samanburði við kjöt úr kjötborði stórmarkaða.  Miðað við verðlag í dag get ég trúað að kíló af soyjakjöti sé um 200 kall til samanburðar við kjöt úr kjötborði sem er á annað þúsund kall kílóið lágmark.

  Fljótlega fór sala vinar míns í þann farveg að kaupendur urðu veitingastaðir (aðallega pizzastaðir) og stórmarkaðir sem selja heitan mat.  Viðkomandi drýgðu raunverulegt kjöt með soyakjötinu.  Aðallega það sem var skilgreint sem hakk.  

  Til að gera frásögnina ennþá broslegri þá tók tiltekið Jesú-samfélag yfir söluna á soyjakjötinu.  Þar á bæ voru menn meðvitaðir um að verið var að svindla á endanlegum neytanda.  En... ég hef ekki fylgt dæminu eftir.  Held þó að þetta sé ennþá í gangi.

Jens Guð, 14.2.2013 kl. 21:15

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Jens. Eftirlitsstofnanir, sem slíkar, virðast vera ónýtar eða hreinlega í annarri hagsmunagæslu en þeim er ætlað.

Svo eru einkasamtök Jóhannesar Gunnarssonar, sem af einhverjum undarlegheitum eru kennd eru við neytendur, kapítuli út af fyrir sig og hafa árum saman ekki snúist um aðra hagsmuni en formannsins. Þaðan er einskis að vænta.

Ekki eru þeir barnanna bestir sem kenna sig við Jesú og launpabba hans, þá fyrst verður fjandinn laus.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband