Heimsendaspádómasmiðir misstu af gullnu tækifæri

Það er alger og mögnuð tilviljun, þegar þess er beðið að „smástirnið 2012DA14“ fari framhjá Jörðu í „öruggri“ fjarlægð í dag, að þá skuli annar loftsteinn splundrast yfir byggð nokkrum klukkutímum fyrr og valda tjóni og slysum á fólki.

Það var höggbylgjan af sprengingunni sem olli tjóninu en ekki brot úr loftsteininum, sem var 5 til 15 metrar í þvermál. Brotin hafa sennilega brunnið upp að fullu áður en þau náðu til jarðar. Ekkert samband er milli þessara tveggja loftsteina, enda koma þeir hvor úr sinni áttinni.  

1908 sprakk loftsteinn yfir Tunguska í Síberíu sem var um 50m í þvermál og gjöreyddi sprengingin skógi á 5000 fer.km. svæði. 2012DA14 er af svipaðri stærð og Síberíusteinninn. Hefði það verið hann sem var á ferðinni í morgun værum við að upplifa atburð af allt annarri stærðargráðu, en þó engan heimsendi.

Eftir atburði morgunsins verða þeir sennilega margir sem halda niðri í sér andanum og bíða fregna þess efnis að 2012DA14 sé farinn hjá.

Heimsendaspádómasmiðir hverskonar hefðu auðvitað kosið að frétta af þessu með meiri fyrirvara til að geta sest yfir það að hanna enn einn heimsendinn.

  


mbl.is Engin tengsl við smástirnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er komið að því, en NASA vill ekki vekja upp panik..

Þessa kenningu heyrði ég hjá einhverjum..

Vá....Hvaða hljóð var þetta ?

hilmar jónsson, 15.2.2013 kl. 13:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða hljóð Hilmar, ertu að segja að ég hafi misst af heimsendinum rétt einn ganginn? 

Hér er einn góður:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/

Hann leyfir athugasemdir en ritskoðar þær auðvitað fyrst, því það eru engin takmörk fyrir bullinu í fólki. Engar athugasemdir virðast hafa verið nægjanlega gáfulegar til að hljóta náð síðuhafa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 13:51

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þessi loftsteinn náði til jarðar (sjá nánar www.rt.com)

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2013 kl. 15:23

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Fyrirgefðu með myndastærðina hér að ofan, ég gleymdi að minnka myndina.

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2013 kl. 15:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stærðin á myndinni er í góðu lagi Sumarliði. Þetta hefur verið smá brot, varla meira en nokkur grömm.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 16:18

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er auðvita bara það sem lenti þarna. Talið er að loftsteinninn hafi tvístrast í loftinu.
Það er byrjuð einhver saga á netinu um að Air Defence í Rússlandi hafi skotið eldflaug á loftsteininn en ég efast um að þeir hafi tæknilega getað það sökum hraðans - 8 km/sek => 28.800 km/klst. sem er ca. 23 faldur hljóðhraði (miðað við sea level auðvita).

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2013 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.