Ráðherradraumur Þórs Saari

idiotÞegar þetta er ritað stendur yfir umræða á Alþingi um tillögu Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof, boðun kosninga og skipun starfstjórnar allra flokka fram að kosningum.

Kíkjum aðeins á innihald tillögu Þórs. Þór kallar eftir þingrofi og kosningum þegar þingið er hvort eð er á sinni síðustu starfsviku og kosningar hafa þegar verið ákveðnar 27. apríl og utankjörfundar- atkvæðagreiðsla þegar hafin! Vantrausttillagan breytir nákvæmlega engu þar um.

Þá stendur aðeins eftir af tillögu Þórs skipun starfsstjórnar allra flokka fram að kosningum verði hún samþykkt.

Það er nefnilega kjarni málsins og eini raunverulegi tilgangur vantrausttillögu Þórs Saari. Hann sér fram á að verða fulltrúi svokallaðar Hreyfingar í þeirri starfsstjórn og fá þannig  ráðherranafnbót í 6 vikur, með tilheyrandi biðlaunum og bitlingum, áður en hann kveður Alþingi fyrir fullt og fast.

Það er mikið lán þegar persónulegur metnaður þingmanna og þjóðarhagur fara svo vel saman.

  


mbl.is Kosið um vantrauststillöguna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband