Hrunadansinn í Hörpu
1.12.2013 | 17:06
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur þá ímynd meðal almennings að hann komi til dyranna eins og hann er klæddur, laus við fals og skrum og að hann láti ekki pólitík hindra sig í að segja sannleikann.
Vilhjálmur er ekki hrifinn af fyrirhuguðum skuldaaðgerðum og segir þær engan vanda leysa og skilja vestsetta fólkið eftir enn verr sett en áður. Vilhjálmur segir jafnframt að fjármögnun aðgerðanna sé alger óvissuferð. Í viðtali við RUV segir Vilhjálmur m.a.;
Hinn hlutinn, hann kann nú að leiða til þess að hér verður ný kollsteypa, nýtt verðbólguskot, nýtt gengissig þannig að allir verða í verri stöðu eftir en áður. Ég set sérstaklega spurningamerki við þær afleiðingar sem mér voru kynntar síðast í gær þar sem þetta átti að vera nokkurn veginn á núlli, en það bara gengur engan veginn upp.
Ég held að velflestir trúi Vilhjálmi margfalt betur en Simma silfurskeið og Bjarna barnunga, svo ekki sé talað um alla framfroðusnakkana og frjálshyggjubörnin á blogginu sem eru hreinlega að rifna af hrifningu yfir sviknum loforðum leiðtogana.
Hrifningin mun víkja fyrir vonbrigðum þegar þjóðin áttar sig á innihaldsleysi pakkans, rotnu kartöflunni, sem hún fékk í skóinn frá fyrstu jólasveinum ársins. Svo víkja vonbrigði þjóðarinnar fyrir reiði þegar hún áttar sig endanlega á því að erlendu "hrægammarnir", sem þessir dónar sögðu að borguðu brúsann, reyndust vera íslenskir skattgreiðendur þegar upp var staðið.
Mogginn þegir, eðlilega um ákúrur Vilhjálms. Mogginn er annars upptekinn við afmælis- og reisuhátíð sína í Hörpu. Hvar hann fagnar 100 afmæli blaðsins án þess að þakka þjóðinni 5 milljarða afskriftirnar af skuldum eiganda blaðsins, svo þeir gætu haldið áfram að gefa þessa dásemd út, dansa sinn hrunadans.
Heiðursveislugestir og dansfélagar Moggans eru auðvitað Bjarni barnungi og Simmi silfurskeið sem trúa því enn að þeim hafi tekist að stinga endanlega upp í þjóðina.
Forgangs verkefni Moggans næstu daga verður hinsvegar að gera Vilhjálm Bjarnason tortryggilegan í augum lesenda blaðsins, með öllum þeim meðulum sem tiltæk verða. Það verður ekki fallegt.
Hringnum lokað í Hörpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.