Er moldvarpan hetja eða skúrkur?

Spurningunni,  hvort tölvan sem fannst í Alþingishúsinu hafi verið notuð til njósna um þingmenn og þingheim, er enn ósvarað, þó líkurnar á því hafi aukist nokkuð við þessar síðustu fréttir.

Verulegar líkur eru á því tölvan hafi ratað inn í Alþingishúsið fyrir tilverknað innanbúðarmanns, eða konu! Miklar  líkur eru á því að það hafi hið minnsta verið með vitund einhvers í þinginu.

Þá er það stóra spurningin, hvort innanbúðarmaðurinn, ja eða konan,  sé skúrkur eða hetja?


 


mbl.is Voru símar Alþingis hleraðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna höfum við gott dæmi um forvirkar rannsóknarheimildir. Hvað segir Björn?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 11:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú átt við Björn Bjarna Elín, þá giska ég á að hann myndi telja það góða byrjun að vopna þingverðina og láta þá skjóta alla sem eru vinstramegin við Hitler og nálgast Alþingishúsið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2013 kl. 11:15

3 identicon

Nú? Hvað segir Ögmundur? Vill hann láta skjóta alla sem eru hægra megin við Hitler og nálgast Alþingishúsið?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 11:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því get ég ekki svarað Elín, ég hef forðast það eins og heitan eldinn að kíkja undir húddið á Ögmundi.

En án gríns, er einhver hægramegin við Hitler og Björn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2013 kl. 11:33

5 identicon

Ég veit það ekki. Langar bara að heyra álit Ögmundar og Björns á þessu máli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 11:39

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það gæti verið fróðlegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2013 kl. 11:44

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við vitum öll hver var að verki með Asagne og það að þingmaður fái að koma með þekktan og þjálfaðan njósnara ínn á þing er nokkuð skrítið.

Valdimar Samúelsson, 7.12.2013 kl. 11:51

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel Jóhann, þú fullyrðir að líklegast sé að "njósnatölvunni" hafi verið komið fyrir af innanbúðarmanni á Alþingi.

Staðreynd málsins er hinsvegar að fjöldi utanaðkomandi fólks heimsækir þingmenn á skrifstofur þeirra á hverjum degi sem þeir eru að störfum, og það er ekki leitað sérstaklega á neinum, hvorki á leið inn né út.

Ég fór sjálfur t.d. nýlega á slíkan fund með tveimur nýliðum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, einmitt á þeirri hæð sem njósnatölvan fannst á sínum tíma. Eftir að annar þeirra var hlaupinn yfir í þingsal til að vera viðstaddur umræðu og hinn búinn að kveðja okkur og farinn á klósettið, var ekkert sem hindraði mig í að leita að auðri skrifstofu eða lausum nettengli á leiðinni út úr húsinu, og smella einum svona í innstunguna:

Þetta er einn minnsti netþjónn í heimi, 36.7 x 19.05 x 18.67 mm. Eins og sjá má er megnið af umfanginu fólgið í sjálfum nettenglinum, Þegar þetta er komið á endann á snúru lítur þetta bara út eins og lok eða tappi. Fáa myndi gruna að þetta væri vefþjónn sem sé fær um að beina allri innanhússumferð út í bæ, eins og er vel hægt að forrita hann til að gera.

Ég held að sú ályktun að þetta hljóti að hafa verið innanbúðarmaður sé ekki studd neinum rökum. Hefði allt eins getað verið gestkomandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2013 kl. 11:54

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, ég veit það t.a.m. ekki Valdimar hver var þar að verki, getur þú upplýst mig um það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2013 kl. 12:08

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sagði Guðmundur -verulegar líkur, en ekki líklegast. Á því er töluverður munur og fráleitt einhver fullyrðing eða alhæfing að mínu viti.

En takk fyrir fróðlegt innleggið að öðru leyti. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2013 kl. 12:16

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver sem staðdetti þessa tölvu á sínum tíma - að þá bretir það því ekki að samskvæmt chat log Manning og aðila frá wikileaks - þá er wikileaks að monta sig af því að hafa 4 mánaða upptökur af símtölum. Maður spyr sig auðvitað að því hvort það sé yfirleitt hægt að taka upp símtöl á þennan hátt - og ef það er hægt - þá hlýtur wikileaks og hugsanlega aðilar þeim tengdir á Íslandi að liggja undir ákveðnum grun þarna miðað bara hvernig orðræðan kemur fram á chat loginu.

Nú hafa vísu komið fram þær hugsanlegu skýringar um að Assange hafi verið ,,plataður" til að halda að hann hefði upptökur af símtölum alþingis og siggi hakk nefndur til sögunnar. Mér finnst það ekkert sérlega trúverðugt.

Líka hafa komið fram skýringar á þannveg ,,að auðvelt sé að falsa stafræn gögn". Eh já. En samkvæmt þeim rölsemdum er þá aldrei að marka leka á stafrænum gögnum. Það gæti oftast verið falsað. Var kannski Íraks videoið bara falsað??

Jaá, mér finnst wikileaks, eða ísl. aðilar þeim tengdir, hljóti að liggja undir ákv. grun þarna með þessa tölvu. Það er ýmsilegt sem bendir til að sumir hafi farið alveg fram úr sér árin 2009/2010. Menn ofmátu sjálfa sig og gætu hafa hrifist með í eihverskonar lausnn lífsgátunnar með lekum og óhefðbundnum aðferðum við að nálgast upplýsingar. Bara misst sig í stemmingunni.

Það vekur athygli að sá sem talar fyrir hönd wikileaks á chatinu við Manning telur sig vera í einhveri baráttu í icesavemálinu og þeir hafi unnið stórsigur þar. Gefur innsýn inní stemminguna á þessum tíma. Það var ákveðin histería í gangi. Það var sú stemming soldið uppi, að nánast allt væri leyfilegt.

En jú jú, svo má spyrja sig: Er það bara ekki í lagi að símtöl og samskipti alþingismanna séu hleruð? Hlera ekki BNA allt? O.s.frv. Eg hef meir að segja sé íslenskt samsærisvideo í gær, þar sem því er haldið fram, í fullri alvöru, að það séu hlerunarbúnaður í öllum heimilistækjum. Meir að segja í brauðristinni hjá manni!!! Sel það ekki dýrara en eg keypti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.12.2013 kl. 14:51

12 identicon

Rannsóknar er þörf. Birgitta fór í jólaboð og gerð hefur verið leiðinleg kvikmynd. Hvað leynist í brauðristinni?

http://www.evropuvaktin.is/i_pottinum/31433/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 16:55

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alvarleg ásökun að ásaka þingmann (eða hvern sem er)  um landráð! Þá er eins gott að hafa eitthvað haldbærara máli sínu til stuðnings en eigin tilfinningu eða annarra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2013 kl. 17:43

14 identicon

Já, það er eitthvað skrítið við þetta.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 17:51

15 Smámynd: Jens Guð

  Birgitta hefur alltaf verið hreinskiptin og opinská um sína aðkomu að Wikileaks.  Hennar pólitík gengur út á að afhjúpa leynd.  Allt sé gegnsætt og uppi á borðum.  Ég kann vel við það.  Það er í hrópandi mótsögn við allt sem hún stendur fyrir að ætla henni njósnir og baktjaldamakk.

  Þar fyrir utan:  Wikileaks stundar ekki njósnir.  Wikileaks er aðeins vettvangur sem miðlar upplýsingum sem aðrir búa yfir.   

Jens Guð, 8.12.2013 kl. 02:11

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kaupi þetta Jens.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2013 kl. 04:51

17 identicon

Athyglisverðir punktar hjá Julian Assange.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/12/08/birgitta-segir-tal-um-upptokur-ur-simum-althingis-vera-innistaedulaust-grobb-seldi-hun-sogu-sina/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 10:48

18 identicon

PS. Hvar er flotta ræðan sem Julian Assange hélt á Austurvelli þar sem hann hvatti Íslendinga til að hafna Icesave? Hún var aðgengileg á netinu um tíma en er hvergi að finna núna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 11:03

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef Assange hefur upptökur sem sanna  meintar greiðslur til Birgittu þá hlýtur hann að birta þær, er það ekki hans atvinna?

Er þetta  ekki bara raus í leiðum innilokuðum manni sem reynir havð hann getur að halda "orðspori" sínu á lífi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2013 kl. 14:42

20 identicon

Hvað næst? Birgitta og Björn snúa bökum saman og berjast við óvininn Assange. Ríða síðan saman inn í sólarlagið og Össur í humátt á eftir þeim?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 16:50

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það yrði nú meiri gandreiðin!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2013 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.