Röddin í símanum sagđi....

Frásögn kennarans í Kastljósinu í gćr um meinta barnamisnotkun hans  er samfélaginu  ţörf áminning. Svo er ađ sjá ađ samfélagiđ hafi í ţessum málaflokki stokkiđ úr algeru ađgerđarleysi og ţöggun yfir í lögmál frumskógarins og  nornaveiđar. Í ţessu tiltekna máli virđist pottur ansi víđa vera brotin í málatilbúnađi skólayfirvalda.

Ţađ er í sjálfu  sér ágćtt ađ ţeir, sem benda á misnotkun á börnum og brot gegn ţeim, njóti nafnleyndar kjósi ţeir ţađ. En ţeir sömu eiga ađ sjálfsögđu ađ standa gjörđ sinni reiknisskil reynist áburđurinn falskur.  Ţađ er fráleitt ađ kerfiđ verndi ţá sem misnota ţađ til ađ ná fram persónulegum hefndum á öđrum einstaklingi.   Á rám nafnlaus rödd, međ óljósar ásakanir, í óskráđu símtali virkilega ađ duga til ađ blásiđ sé til nornaveiđa?

Samfélaginu ber skylda til ađ vernda börn og sjá til ţess ađ ekki sé brotiđ gegn ţeim og ţeim refsađ sem ţađ gera. Allir eru sammála ţví. En er hćgt ađ stoppa ţar, ađ ţeirri skyldu uppfylltri? Ef rannsókn innan kerfis sýnir ađ ásakanir sem bornar voru á kennara um brot gegn barni voru tilhćfislausar, er hćgt ađ setja punktinn ţar, getur lífiđ hafiđ aftur sinn vanagang út frá ţeim punkti eins og ekkert hafi í skorist?

Nei augljóslega ekki, ţví eftir situr kennarinn í vonlausri stöđu. Ţó hann eigi ađ heita laus allra mála verđur hann tortryggđur af kerfinu, síđasta val hvers skóla og ţađ sem verra er, dćmdur til „dauđa“ af dómstól götunnar og verđur ţađ sem eftir er í ţví ađ taka út ţann dóm.

Í stađ ţess ađ ţvo eigin hendur ber viđkomandi yfirvöldum og stofnunum siđferđisleg skylda til ţess ađ klára máliđ, hreinlega sanna  sakleysi kennarans ef ţannig má ađ orđi komast og gera allt sem í ţeirra valdi stendur til ađ hann verđi  í sömu stöđu og fyrir rannsókn. Ţá og ekki fyrr hefur réttlćtinu veriđ fullnćgt.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ţađ var alveg svakalegt ađ fylgjast međ ţessari frásögn og eftirtektarvert ađ einhver óţverri geti bara eyđilagt líf og framtíđ eins manns međ einhverjum óţverraskap og ţurfa ekkert ađ standa fyrir máli sínu ađ neinu leiti.  Eins og kom fram í viđtalinu, ţá verđur ađ endurskođa ţann feril sem ţessi mál fara í.

Jóhann Elíasson, 17.12.2013 kl. 12:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţetta er grafalvarlegt mál hvernig sem á ţađ er litiđ. Ţađ er í hćsta máta undarlegt ađ ţessi símtöl séu ekki hljóđrituđ. Ţađ er ekkert til sem sannar, hvađ ţá meira, ađ umrćtt símtal hafi yfir höfuđ átt sér stađ!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2013 kl. 12:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband