Pólitískar ráðningar eru ætíð faglegar, sé sjónarhornið haft nógu þröngt

Eftirmaður Páls Magnússonar verður faglega skipaður ekki spurning um það. Frá Valhöll séð.

Ferlið verður sirka svona;  Í  Valhöll er þegar búið að ákveða hver fái jobbið. Staðan verður auðvitað auglýst til að uppfylla lagaformið og „lúkkið“. Verðandi útvarpsstjóri sækir síðan um starfið - á þar tilgerðu eyðublaði sem nálgast má í Útvarpshúsinu eins og það heitir víst - og verður þannig einn af vonbiðlunum.

Ákvörðun um ráðningu verðandi útvarpsstjóra gengur hratt og átakalaust fyrir sig enda fyrirfram ákveðið að  hann sé  áberandi hæfastur umsækjenda vegna flokkshollustu sinnar og annarra pólitískra mannkosta.

En stjórn RUV og ráðherra munu hinsvegar þurfa nokkra yfirlegu til að sjóða saman „trúverðuga tuggu“ í lýðinn til rökstuðnings ráðningunni. Því erfiðara verður það verkefni því lengra sem flokksdindillinn stendur öðrum umsækjendum að baki í hæfni, hvernig sem málin verða metin.

Það myndi nú létta undir með stjórninni og ráðherra ef svo heppilega vildi til að verðandi útvarpsstjóri hafi áður starfað sem útvarpsstjóri, á ólöglegri útvarpsstöð flokksins.

Jú, jú þetta verður allt mjög faglegt, eins og ævinlega, jafnvel skrautskrifað í fundagerðarbækur.


mbl.is Eftirmaður Páls verði faglega skipaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Veistu það nágranni að eftir þessar sviptingar og uppsagnir finnst mér bara eðlilegt að Páll víki. Fyrst eftir að hann var ráðin tókum við mörg eftir því að hann fór að lesa fréttir sjálfur. Í aukavinnu eða ekki, skiptir ekki máli. En það var örugglega til fólk að leysa þau mál. Svo tók hann í burtu áralanga hefð sem ég veit að eldra fólk sá eftir. Það var ávarp útvarpsstjóra á gamlárskvöld. Sjálfsagt allt lítilvægt. En ég er ekki hissa á þessari útgöngu.

Kveðja úr Heiðarbæ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.12.2013 kl. 15:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki geri ég ágreining við þig um þetta vinkona. En það verður fróðlegt að sjá hvernig unnið verður úr þessu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2013 kl. 16:32

3 identicon

Ef ég mætti mæla með einhverjum í starfið væri það Björg Eva Erlendsdóttir.

E (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 17:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo er það spurningin hvort Gísli Marteinn sé ekki líklegur kandídat í jobbið. Hann hætti tímalega í borgarstjórn til að undirbúa sig og var búinn að koma sér vel fyrir í hlýju útvarpshúsinu. Hann þyrfti bara að færa sig á milli stóla innanhúss.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.12.2013 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband