Þjóðin hefur það víst að meðaltali ágætt

Vafalaust er hægt að láta þessar yfirlýsingar Bjarna um auknar ráðstöfunartekjur þjóðarinnar „standast“ með einhverjum meðaltalskúnstum og öðrum reiknibrellum.

En staðreyndin er allt önnur. Þessir aurar eru teknir með einum eða öðrum hætti af þeim fjölmörgu sem ekkert mega missa og færðir til þeirra fáu sem ekkert skortir.

Svo er meðaltalið reiknað út frá þeirri formúlu að maður sem stendur með annan fótinn í sjóðandi vatni og hinn í ísvatni, hljóti að hafa það að meðaltali ágætt!


 


 


mbl.is 40 milljörðum meira í ráðstöfunartekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt er hægt að reikna í Excel. Mætti kannski uppfæra orðtak Mark Twain (sem hann eignaði raunar Benjamin Disraeli) um þrenns konar lygar: "Lygi, bölvuð lygi og Excel" !

Fv. Ybbar-gogg (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.