Glæpastarfsemi í skjóli Alþingis?

rikir_raena_fataeka_1253016.pngHvernig stendur á því að Alþingi skortir allan vilja til að taka á glæpastarfsemi smálánafyrirtæka?

Fyrirtækja sem starfa í gegnum erlendar skúffur og skúmaskot og með falið eignarhald!

Hvaða hagsmuna- og spillingar- tengsl inn í þingið ætli valdi því?

 


mbl.is Falið eignarhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hringdu í Steingrím, hann veit það

Níels A. Ársælsson., 17.1.2015 kl. 08:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Öflugur þessi Steingrímur, hann virðist ráða öllu, hvernig taka Bjarni og Simmi því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2015 kl. 08:48

3 identicon

Það voru sett lög í skötulíki um Smálánafyrirtækin, þeir bara hlógu að Árna Páli Árnasyni og félugum í Velferðarstjórn Jóhönnu Sig. Hafa aldrei farið eftir þessum lögum.

Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 17.1.2015 kl. 09:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig er það Filippus, situr ríkisstjórn Jóhönnu ennþá? Hve lengi ætla menn að kenna þeirri stjórn um vilja- og dugleysi dagsins í dag?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2015 kl. 09:20

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það eru ekkert svo mörg ár síðan menn voru dæmdir í fangelsi hér á landi, fyrir að stunda starfsemi sem þessa. Hvað aftrar stjórnvöldum í að kæfa þennan ófögnuð, er með öllu óskiljanlegt. Þimgheimur sefur sem fyrr og gildir litlu hvaða flokkar eru í stjórn. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.1.2015 kl. 12:54

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það minnir mann á að Björgólfarnir voru með rekstur á Kýpur - þar var endurskoðandi sem sagt var að hefði fengið mafíubyssuskot, 3 talsins, í hjartað fyrir að vera óþarflega lausmáll. Þetta voru sögurnar sem gengu þá um að þeir Björgólfsfeðgar væru með nokkra starfsemi á Kýpur. Þeim sem þegar eru með starfsemi þar eiga kannski auðveldara en margur að setja upp slíka starfsemi ?

Það skyldi þá aldrei vera að Björgólfsfeðgar eigi þessa smálánastarfsemi ? Björgólfur eldri þá orðinn bankastjóri í miðju gjaldþroti sínu sedm var hið stærsta sem einstaklingur hefur nokkru sinni hlotið í fjárhæðum talið ? 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.1.2015 kl. 13:16

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt er það Halldór, svokallaðir okurlánarar voru ekki hátt skrifaðir og dæmdir næðist til þeirra. Núna er öldin önnur. Mammonsdýrkunin er alger.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2015 kl. 14:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki veit ég hver á þennan ófögnuð og ætla ekki að vera með neinar getgátur þar um. Ófögnuðurinn sá sami, hver sem eigandinn er, myndi ég ætla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2015 kl. 14:55

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er rétt hjá þér Axel. Samur er ófögnuðurinn hvaðan svo sem hann kemur. Þetta eru auðvitað vangaveltur meðal manna þar sem þekkt er hverjir höfðu helst aðsetur með einhverja starfsemi á Kýpur. Þar eru þessir fyrrnefndu feðgar að líkindum alstærstir og jafnvel einir um hituna um áratugi á þeirri eyju af hálfu íslendinga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.1.2015 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband