Hið þjóðlega Eimskipafélag

Eimskipafélagið hefur misst einkaréttinn á nafninu „Gullfoss“ og má því ekki nota það, hafi það hug til þess. Nafninu hefur verið úthlutað til annars félags, þar sem það var ekki í notkun.

Forráðamenn Eimskipafélagsins eru æfir yfir þessu, telja sig eiga nafnið þótt lög segi annað og rökstyðja mál sitt aðallega með þjóðernisrembingi og tala jafnvel um helgispjöll. Sem er undarlegur málflutningur, því ætti Eimskipafélagið skip með nafninu Gullfoss væri það væntanlega skráð í St. Johns, eins og önnur skip félagsins, og sigldi undir erlendum fána.

Afskaplega þjóðlegt það!


mbl.is „Helgispjöll að nota Gullfoss“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þetta er bölvað kjaftæði hjá Eimskip, þeir eiga ekkert íslanskt skip, þau eru öll undir erlendum fána og skráð erlendis.

Eimskip "Óskabarn þjóðarinnar" óx úr grasi, varð vandræða unglingur og slóst við leikfélaga sína ( Hafskip og Samskip), notaði bolabrögð og svikaklæki. Nú á fullorðins árum er það flutt að heiman og með frekju og yfirgangi vil það stjórna öllu á sínu gamla heimili.

Heillvænlegast væri að stjórnendur fyrirtækisins reistu höfuðið úr sandinum og gerðu sér grein fyriraunveruleikanum, Eimskip er ekki lengur óskabarn, það er óþolandi frekju hundur.

Kjartan (IP-tala skráð) 21.8.2015 kl. 10:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kjartan, núverandi Eimskipafélag er með kennitölu frá 2004 og á ekkert sameiginlegt með gamla félaginu, óskabarni þjóðarinnar sem stofnað var 1914, nema nafnið.Þó fólki sé talið trú um að um sama félag sé að ræða.

Gamla félagið var lagt niður og sameinað öðru í einhverju gróðabrallinu. Þetta félag er einhver afleiða úr því bralli öllu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2015 kl. 12:38

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Eimskip á ekki bara "ekkert íslenskt skip" því öll skip sem eru í rekstri Eimskips eru leiguskip í eigu erlendra skúffufyrirtækja. Eimskip á því í raun ekkert skip þó það geri einhverja koppa út. Áhafnir þessa skipa greiða enga skatta til íslensks samfélags og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða rússneska starfsmenn áhafnaleigufyrirtækja eða Íslendinga sem taka laun í gegnum færeyskt félag. Í fyrra var haldið upp á 100 ára afmæli Eimskips, en hvernig getur félag með kennitölu ársins 2004 verið 100 ára 2014?

Örn Gunnlaugsson, 21.8.2015 kl. 13:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Örn, það var fyrirtækið sjálft sem auglýsti sig 100 ára, laug því blákalt, og komst upp með það. Almenningur vildi greinilega ekkert með sannleikann hafa, þótt fjölmargir bentu á staðreynd málsins.

Reyndar er það rangt hjá mér að félagið sé með kennitölu frá 2004.  það félag var afskráð og enn stofnað nýtt félag 2009.

Núverandi kennitala félagsins er 690409-0460

Þetta má sjá í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og slá inn nafn félagsins.

https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.8.2015 kl. 14:38

5 identicon

Og svo er það bláköld lygi að engum hafi áður dottið í hug að kalla íslenskt skip Gullfoss, annan en þann í eigu E.Í.

Að minnsta kosti fórst togarinn Gullfoss þann 28. febrúar árið 1941.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 12:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt segir þú Þorvaldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2015 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband