Smjörklípan mikla

Bjarni Benidiktsson, sagður formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti þjóðinni skilaboð ofan úr Hádegismóum í setningarræðu landsfundar.

Hvar lagt er til að þjóðinni sé rétt smjörklípa, 5% eignarhlutur í bönkum Ríkisins, hafi hún hægt um sig á meðan 95% eignarhlut Ríkisins í bönkunum verður deilt út meðal flokksdindla og annarra vildarvina fyrir einhverja málamyndagreiðslu - aftur.

En sennilega tók Bjarni það upp hjá sjálfum sér að þakka siðblindum varaformanninum fyrir samstarfið og „vel unnin“ störf í þágu flokks og þjóðar - og landsfundur klappaði.

Hanna Birna hélt svo í dag sína uppskafningar ræðu og landsfundurinn klappaði – aftur!


mbl.is Hanna Birna: Uppgjör bíða bóka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Og svo hneykslumst við á staurblindri foringjahrifningu þjóða eins og Norður Kóreu, gömlu Rúmeníu, Rússlands, Þýskalands Hitlers auk sjúklegrar guðsdýrkunar sértrúarsafnaða á fjárhagslega foringja sína.

corvus corax, 24.10.2015 kl. 13:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Foringjadýrkun hefur alltaf verið ríkjandi í Sjálfstæðisflokknum, svo mjög að leita verður í einræði kommúnismans til að finna hliðstæður.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sá frelsis flokkur sem hann vill vera láta, nema þegar koma þarf einhverju úr ríkisumsjá í hendur útvalina. Þegar það hefur náðst fram tekur fyrirgreiðsluafturhaldið völdin. Er t.d. frelsi í fiskveiðum á Íslandi? Nei þar ríkir lokað einkaleyfakerfi af svörtustu gerð í boði "frelsishugsjónar" Sjálfstæðisflokksins. Markmiðið "frelsis"flokksins er ekki að auka frelsið í kerfinu heldur fækka einkaleyfunum og færa þau á færri og færri hendur. Sama verður með bankanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2015 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband