Kjánahagfræði

Miklir „vitringar“ á ferð, hvar fara þeir sem vilja taka áfengissöluna úr höndum ríkisins og færa einkaaðilum. Sem eiga auk þess að fá að selja áfengið nánast hvar og hvenær sem er. drunk-child.jpg

Besta leiðin til að mæta stórauknu aðgengi að áfengi, er að stórauka framlög í forvarnir segja „vitringarnir“.

En hver ætli að eigi að leggja fram það fé? Þeir sem fá vínsöluna? Nei auðvitað ekki, það á ríkið, sem missti söluna, vitaskuld að gera. Út á það gengur hagfræði Heimdellinga, þeir taka að sér hagnaðinn, ríkið sér svo um kostnaðinn.

Ríkið á væntanlega að leggja þannig til hundruð milljóna í forvarnir árlega, sem gengju eðli máls samkvæmt út á að sannfæra fólk um að hafa þessar „frjálsræðis“ breytingar að engu, nýta sér ekki þetta aukna aðgengi að áfengi og kaupa það alls ekki!

Eru forvarnir eitthvað annað en ein tegund  forræðishyggju? Er ekki þversögn í þessari Heimdallar hagfræði allri, er ég einn um að skilja hana ekki?


mbl.is Afnám einkaleyfis en ekki aukið aðgengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Ef Alþingi stendur ekki í lappirnar í þessu máli er þá nokkuð annað en að efna til undirskriftasöfnunar og skora á forsetann að samþykkja þetta ekki og stúta þessu svo í eitt skipti fyrir öll í þjóðarathvæðagreiðslu?

Hrossabrestur, 23.2.2017 kl. 21:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun þá er mikill meirihluti kjósenda á móti þessum breytingum á áfengissölunni. Það segir það sem segja þarf um þessa bjálfa að þeir ætli að böðlast gegn þjóðarvilja í ekki stærra máli en þessu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2017 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband