Hið fullkomna hálfkák og klúður.
11.2.2008 | 15:20
Fréttamannafundur um málefni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og þá krísu alla, sem var boðaður kl. 13.00 í dag, hófst ekki fyrr en um 14. 30 og þá með því með því að blaðamönnum og ljósmyndurum var vísað út úr salnum. Og aftur inn eftir þóf og mótmæli. Fréttamenn segist aldrei hafa upplifað svona rugl og hringlandahátt. Fyrst var logið að fréttamönnum hvar fundurinn yrði haldinn. Svo þetta, eru menn orðnir alveg gaga í Sjálfstæðisflokknum.
Allir sáttir um niðurstöðuna segir Vilhjálmur og ég held áfram sem borgarfulltrúi. Og ég nýt fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Og ég mun fara yfir þessi mál! Varðandi borgarstjórastólinn ætlar hann að fara yfir málið og meta sína stöðu.
Af hverju stendur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins ekki að baki Vilhjálms á fréttamannafundinum þegar sagður er fullur einhugur um þann stuðning?
Hvað segir það okkur? Þetta er stuðningur í orði en ekki verki. Ef borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru einhuga og sátt við þessa niðurstöðu. Þá hefðu þau ekki laumast eins og þjófar á nóttu úr Valhöll fyrir blaðamannafundinn út um neyðarútganga og aðrar flóttaleiðir.
Vilhjálmur segist hafa farið yfir þessi mál, er að fara yfir þessi mál og ætlar að fara yfir þessi mál.Ég hef axlað ábyrgð, ég missti meirihlutann og borgarstjórastólinn. Segir Vilhjálmur. Ekki var það hans ákvörðun. Heldur Binga, sem þó hafði þann mandóm, sem hér vantar, að axla ábyrgð og segja hingað og ekki lengra. Það er nú öll ábyrgðin sem Villi axlaði.
Ef ég finn að ég hef ekki það traust sem til þarf mun ég taka mark á því. Segir Vilhjálmur. Hann ætlar þá að fara yfir það. Hvað skildi þurfa til að hann skynji hið algera stuðningsleysi sem svífur yfir vötnum þessa dagana. Hvenær gerir hann það ef ekki núna? Kannski þegar hann hefur farið yfir þessi mál.Þetta verður mikil yfirferð. Vilhjálmur verður sennilega lengi í þeirri ferð.
Eru menn búir að gleyma Guðmundi Árna Stefánssyni? Af hverju hefur enginn fréttamaður rifjað það upp? Einu afsögn ráðherra í sögu Íslenska lýðveldisins vegna mistaka. Mistaka sem voru nánast logn í vatnsglasi miðað við þessi ósköp?
Athugasemdir
Sæll Axel
Þetta kalla ég nú andagift. Ekki margir kratar sem skrifa svona pistla, nema þá helzt Össur eftir þriðja bjór um tvö leitið.
En ég er alveg sammála þér. Þetta er allt saman ótrúlega hallærislegt. Það er leiðinlegt að að vera Sjalli um þessar mundir. Eiginlega alveg hundleiðinlegt.
Kveðja,
Kári
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:48
Sæll Kári.
Þú átt samúð mína alla.
Kveðja, Axel
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.2.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.