Hraðakstur og Pýþagóras

 

Á 88 klukkutímum í síðustu viku voru 89 ökumenn myndaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngunum. Sá sem hraðast ók var á 100. Að vísu var þetta lítið hlutfall ökumanna, eða 1,6%. Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni hver hraðatakmörkin eru í göngunum og að þar eru hraðamyndavélar. Svo ekki sé talað um merkingar í bak og fyrir bæði við munna gangana og í þeim sjálfum. Og pottþétt að hraðakstur þar kostar mynd. En það er eins og það sé ekki vinnandi vegur að koma upplýsingum inn í höfuðið á sumum.

Þetta minnir mig á sögu sem kennari einn sagði mér. Hann var með skyndipróf snemma hausts og ein spurningin var: Hvernig er Pýþagórasarregla?

Af 15 nemenda bekk voru aðeins 3 sem höfðu hana rétta. Kennaranum fannst þetta að vonum frekar klént. Hann sagði því bekknum að þessi spurning myndi koma á öllum skyndiprófum til vors og jafnvel á aðalprófinu um vorið. Með því að læra regluna gætu nemendurnir í það minnsta tryggt sér 1 heilan á öllum prófunum.

Og um vorið var einn nemandi sem enn þráaðist við að meðtaka boðskapinn.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband