Símagjöld hækka

Hvar værum við ef við hefðum ekki blessaða samkeppnina til að sporna við hækkunum, og knýja fram lækkun á símakostnaði?

  


mbl.is Vodafone hækkar verð á símtölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt hvað sms gjöld lækka aldrei....

Ég (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

SMS er eitthvert mesta svindl sem þekkist. Sumir tala saman á þessu formi. Að senda eitt "já" kostar sama og mínútu langt munnlegt samtal þar sem hægt er að koma einhverjum 300 til 400 orðum til skila fyrir sama pening. Það eru aðallega unglingarnir sem falla fyrir þessu svínaríi.

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2008 kl. 16:02

3 identicon

Sæll pabbi minn.

Já það er furðulegt hvernig þetta hækkar bara og hækkar. Maður hefði haldið að öll þessi samkeppni ætti að ýta fyrirtækjum til að lækka kostnað á símanotkun í landinu en það virðist virka þver öfugt hérna hjá okkur. Því fleyri sem símafyrirtækin verða hér á landi virðist verðið bara hækka og þjónustan við kúnnan fer hart versnandi. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að skoða auglýsingar frá símafyrirtækjum, t.d. tilboð á internet tengingum. Þeir segja eitthvað á þessa leiðina, 12mb internet tenging og ótakmarkað niðurhal á efni frá útlöndum fyrir 5990kr, en svo þegar reykningurinn kemur er búið að setja á þetta allskonar auka kostnað þannig að maður er að borga kannski hátt í 10000kr fyrir þjónustu sem var auglýst á tæpar 6 þúsund, svo er þetta ótakmarkaða niðurhal, það er ótakmarkað svo framarlega sem maður fer ekki yfir ákveðið magn á viku, hjá símanum er það 20gb á viku, ef maður fer yfir það þá er settur takmarkari á tenginguna hjá fólki sem lækkar hraðann niður í það minnsta sem síminn býður uppá, í mínum augum er það ekki ótakmarkað niðurhal. Svo er þetta alveg eins hjá örðum fyrirtækjum t.d. hive en þangað myndi ég ekki benda nokkrum manni að fara, en það er bara mitt álit.

Kv. Grímur. 

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:25

4 identicon

Af hverju ekki Hive?

Jú, Vodafone var að kaupa Hive.

Samkeppni takk (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:47

5 identicon

Ég var með tengingu hjá hive í tæft ár, allt það ár var vesen á tengingunni, ávallt, þegar ég hrindi í þá sem ég gerði mjög oft þá var aldrei neitt gert í því, þeir sögðust ætla að gera eitthvað í því en gerðu ekkert, svo kom í ljós að þeir skráðu ekki einusinni 70% af kvörtununum inn í kerfið, ég fékk aldrei þann hraða sem mér var lofað og þeir sögðu þá að það væri línan, en núna er ég hjá símanum og það er ekkert vesen, svo í þokkabót lofuðu þeir að slá af reykning hjá okkur en í staðin fyrir að gera það sendu þeir reykninginn til inrium og ég þurfti að borga helmingi meira í stað þess að fá afslátt. Tenging hjá hive er yfir höfuð bara léleg, gæðin í símtölunum í þessum "fríu" símtölum er á sama mælihvarða og klæðnaður hjá útigangsfólki. Þjónustan er alfarið það slakasta sem ég hef kynnst. Takmörkunin hjá hive er sú sama og annastaðar, kannski bara önnur tala gefin upp. Til að tengjast internetinu hjá hive þarftu líka að vera með búnað frá þeim sem þeir einir geta stillt ef þú átt ekki sjálfur Router / beinir. Í samanburði við tengingu hjá símanum er Hive ekki að standa sig. Stöðugleikinn er enginn. Færð kannski fínan hraða hérna innanlands, en ef þú ert að sækja efni að utan þá er það annað mál.

Þessi 100-120GB sem þú sækir eru sennilega innanlands, ef utanlands niðurhal fer yfir 60gb er sett takmörkun á línuna.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 00:22

6 identicon

Tja -samkeppni og samkeppni. Það er nú ekki eins og að allir landsmenn geti skipt við hvaða símafyrirtæki sem er.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:46

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sælir allir saman og takk fyrir innlitið. Símafyrirtækin eru engar góðgerðarstofnanir, það er ljóst. Ég fæ ekki séð að milli þeirra sé nein samkeppni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2008 kl. 11:48

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Hildur.

Nei satt er það. Þú hefur nú heldur betur fengið að reyna skort á þjónustulund símans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2008 kl. 11:51

9 identicon

"samkeppni takk" mig langar að benda þér á að Vodafone er í eigu Teymis sem á Kall í færeyjum,Kögun,skýrr og fleirri félög þó það hafi verið að kaupa Hive þá verður Hive rekið algerlega sem sér fyrirtæki....er 10-11 og Hagkaup sama fyrirtækið ? og er Hagkaup og Vodafone sama fyrirtækið .....Baugur á þetta allt

Henning Árni (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband