Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ógeð
4.3.2008 | 16:35
Nautaat, hanaat og hverskonar sýning þar sem níðst er á dýrum, þeim misþyrmt, þau særð eða deydd til að svala kvalalosta og adrenalín þörf aumkunarverðra manna er eitthver lágkúrulegasti þáttur mannlegs eðlis.
Og að sjá börn notuð til þessa er ólýsanlegur hryllingur.
Við gætum allt eins verið stödd á miðju Coloceum þar sem menn voru brytjaðir niður, svo og skepnur, lýðnum til skemmtunar.
Tíu ára nautabani í Perú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2008 kl. 13:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1027595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hjartanlega sammála, þetta er viðbjóður!
Óskiljanleg grimmd og enn óskiljanlegra að þetta skuli ennþá vera látið líðast.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.3.2008 kl. 17:08
Helga.
Takk fyrir innlitið. Það er eins og þetta sé einhver tímaskekkja.
Nafni;
Takk fyrir innlitið.
Á ég að trúa því að þú leggir að jöfnu aflífun á dýrum, á eins fljótlegan og bestan hátt og hægt er til fæðuöflunar, og slátrun dýra til sýningar þar sem aflífunin er dregin eins mikið á langinn og hægt er - mönnum til skemmtunar?
Er það, það sem þú ert að segja?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2008 kl. 17:42
mér finnst þetta nú bara vera góð manndómsvígsla,þarna kemur fram kjarkur hjá stráknum og það er greinilegt að þessi ælar að viðhalda ævaforni hefð landsins, gott hjá honum :) en að sjálfsögðu er þetta ekki fyrir viðkvæmar sálir hehe. En hvað finnst þér um veiðar alfarið þar sem fuglar og hreindýr eru drituð niður með öflugum riflum og haglabyssum er það ekki ósanngjarna en nautaat, í nautaati fær nautið allavega sjéns á því að berjast á móti og jafnvel mölbrjóta eða deyða nautabanan.
kveðja, Kolla j
Kolbrún Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 18:35
Kolla j,
Ég stunda veiðar. Ég hef aldrei litið á þær sem einhverja manndómsvígslu. Ég ét allt sem ég veiði. Það er undarlegt að þurfa að sanna kjark og manndóm með þessum hætti. Ég er ekki viðkvæm sál, ég hef aflífað dýr á blóðugan hátt, en mér sjálfum til matar en ekki skemmtunar, hvað þá til að skemmta öðrum.
Fuglar eru undantekningarkítið skotnir með haglabyssum en hreindýr, með öflugum rifflum. Í afgerandi tilfellum dugir eitt skot. Búið!
Nei í nautaati á nautið aldrei séns, þó það næði að drepa nautabanann, þá tekur bara sá næsti við, nautið skal drepið, og er drepið fyrir lýðinn.
Það er ekki drepið á fljótan og hreinan hátt. Það fær hverja sverðs stunguna af annarri í kamb og hrygg uns það gefst upp af blóðmissi eða þreytu nema hvorutveggja sé. Það er ekki fyrr en nautið er fallið af fyrrnefndum ástæðum sem aflífunin á sér stað.
Geðugt, ekki satt. Hefði kjúklingurinn sem þú ást um síðustu helgi bragðast betur ef svona hefði verið viðhaft við aflífun hans?
Nafni,
Ég ét hvalkjöt og sé ekkert ógeðfelldara við veiðar á þeim en öðrum dýrum.
Það hefur sannast að sumt af því fólki sem gleypir málflutning grænfriðunga hráan heldur að ekki þurfi að deyða dýr til að fá í matinn. Það sé nóg að fara út í búð að versla, þar fáist kjöt, fiskur og annað í ómældu magni!
Halló!!
Á þetta er spilað.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2008 kl. 19:35
Sammála þér Axel. Þetta er villimennska. Vísa hér í gamlan pistil sem ég ritaði af svipuðu tilefni.
Kv, Kári
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:56
Augnablik!
Ef þú veiddir ekki til skemmtunar heldur aðeins til matar, nægtði þér alveg að labba út í Bónus eða næstu matvöruverslun og "veiða" eins og við hin í kjötborðinu þeirra. Þú ert að réttlæta drápsþörf þína með því að þú étir allt sem þú drepur. Það er eins vitlaust eins og hægt er að hafa það. Þú ert að fóðra drápsþörfina með yfirskyninu að þú þurfir að borða. En þú ert ekki í svo prímitívu þjóðfélagi.
Annars er ég ekkert sammála nautaati, en ég virði aldagamla siði og hefðir þjóða sem hafa alist upp við slíkt. Rétt eins og þeir sem kúgast við að heyra að við Íslendingar kjömmsum á hrútaeistum...
Örn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 04:37
Bíddu.. Afsakaðu væni?
Heldur þú að fiskurinn í kjötborðinu hafi komist þarna af sjálfum sér? Ert þú virkilega svo grunnhygginn, að þú heldur að kjötið og fiskurinn í búðunum hafi komist þangað af sjálfsdáðum? Núh, einhver hlýtur að hafa þurft að slátra og stunda veiðar til þess að hann kæmist þangað, eru þá viðkomandi einstaklingar haldnir einhverri drápsþörf?
Ég veit ekki betur en að það sé bara heilmikið ódýrara að kaupa sér veiðileyfi í einhverjum urriðalæk og veiða þá nokkra til að geta fryst, en að kaupa þá útí búð og borga hönd og fót fyrir.
Svona samlíking á tvennu ólíku er svívirðileg og barnaleg.
Ingibjörg Axelsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.