Vaskir vegfarendur !!!

 

Konu var nauðgað á götu í Hróarskeldu í morgun í viðurvist fjölda fólks. Þegar vinurinn var búinn og var að forða sér fannst áhorfendum tími kominn til aðgerða. Þeir gerðu hróp að óþverranum!

Þeir gerðu hróp að honum!    Þeir gerðu hróp að honum!

Þvílíkur kjarkur, þvílíkt áræði, þvílík dirfska að þora að horfa á bak mannsins og gera hróp að honum!

Hvað var þetta fólk að hugsa meðan það horfði á manninn koma fram vilja sínum? Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig er samfélagið að verða?

Hvað er að?


mbl.is Nauðgað á götu í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hann hefði getað kært ef einhver hefði rótað við honum.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2008 kl. 14:36

2 identicon

þú varst ekkert á staðnum. Mjög sennilegt er að fólk hafi haldið að þau hafi verið að eiga mök á staðnum og verið svo líbó að láta þau vera með það.

Vegfarendur gerðu e-ð í málinu þegar konan, fíknefnaneytandi, lét í sér heyra. Þeir gerðu hróp og maðurinn fór.

Þú lest úr þessu að öllu fólki hafi verið ljóst um að um nauðgun hafi verið að ræða og það hafi bara hrópað í dágóðan tíma og horft uppá nauðgun. Svo er greinilega ekki.

Ari (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásgrímur;  þannig bull gerist bara í BNA

Ari; það er satt hjá þér að ég var ekki á staðnum, varst þú þar? Eftirfarandi málsgrein er úr fréttinni.

"Vegfarendur hringdu á lögreglu er þeir heyrðu konuna segja manninum að láta sig í friði".

Sagði konan manninum að láta sig í friði eftir að hann var farinn? Nei samkvæmt  þessari málsgrein var fólki ljóst að eitthvað var að, meðan það var að gerast. Hringdi, en aðhafðist ekki frekar, fyrr en "vinurinn" lagði á flótta. 

Ég les aðeins það út úr fréttinni sem þar stendur. Þú virðist hafa annan skilning. Litar það skoðun þína að konan er sögð eiturlyfjaneytandi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Vissulega dapurlegur vitnisburður og ekki kjarkinum fyrir að fara hjá fólkinu sem horfði á.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.5.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.