Minning um merkan mann.

Bautasteinn var afhjúpaður við Sólbakka á Flateyri í dag til minningar um Einar Odd Kristjánsson Alþingismann. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands standa að þessu framtaki. Hafi þau þökk fyrir.

Einar OddurEinar Oddur var, að öðrum ólöstuðum, frumkvöðull að gerð þjóðarsáttarsamningana svokölluðu, sem voru gerbreytt hugsun í samningagerð og rufu þá víxlverkan launahækkana og verðhækkana sem viðhaldið höfðu óðaverðbólgu, sem tröllreið efnahagslífi þjóðarinnar. Allir töpuðu á því fyrirkomulagi.

Einar var af mölinni kominn og skildi til fulls, einn fárra flokksbræðra sinna,  þarfir og væntingar þeirra sem hvað kröppust höfðu kjörin. Einar var einn af fáum pólitísku andstæðingum mínum sem ég tók ofan fyrir og geri enn.

Megi  minning hans lifa með íslensku þjóðinni um ókomna tíð.

Hans er saknað.


mbl.is Bautasteinn í minningu Einars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband