Land frelsisins

 Þetta eru uggvænlegar fréttir en koma ekki á óvart. Í þessa átt hefur fasistastjórn Bandaríkjanna verið að beina málum hægt og sígandi. Skerða stöðugt einstaklingsfrelsið en auka frelsi yfirvalda til aðgerða svo sem leyniþjónustu, lögreglu og stofnana. Þetta endar með alræði ríkisins.

Skyldu menn á hægri væng Sjálfstæðisflokksins  „dýrkendur“ lýðræðis og einstaklingsfrelsis hafa af þessu áhyggjur? Nei hreint ekki. Þá dreymir með blik í augum að koma þessari þróun  á hér og B.B. er raunar byrjaður á því verki. 

 


mbl.is Mega haldleggja fartölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Axel Jóhann; Gott innlegg hjá þér.

Ég hef stutt Sjálfstæðisflokkinn oftast, því hann er "illskásti kosturinn" í stöðunni í því tilfelli.  Mér er það jafn ljúft og að þurfa að fara á klósettpappírslausan útikamar og gera mín skítverk þar, ef annað skárra er ekki í stöðunni.

Ég held að fylgi Sjalfstæðisflokksins sé að hrynja mikið til af honum, einmitt vegna fylgispeki fyrrum forystu Sjálfstæðisflokksins við Bush stjórnina og fylgifiska þeirrar forystu sem nú hafa tekið við stýrinu.  Hversvegna heldur þú að Framsóknarflokkurinn sé svo að segja ekki lengur til?

Ég held að aðalástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fær það fylgi sem hann þó fær, sé að kjósendur hugsa með hryllingi að fá fleiri ráðherra á borð við núverandi umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur. 

Þá er ég að tala um eitthvað lið úr VG, t.d. Kobrúnu Halldórsdóttur (—hjálp!!) sem jafnréttisráðherra og Ögmundar Jónassonar (hjálp!!N) sem utanríkismálaráðherra!

Kær kveðja, Björn bóndi   J

Sigurbjörn Friðriksson, 3.8.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.