Óhugnarlegur atburður á Santorini

 

santorini fira01Það er óhætt að fullyrða að eyjan Santorini öðru nafni Thera sé fegursta eyjan í Eyjahafinu, margir segja fegursta eyja heims. Ekki ætla ég að mótmæla því. Ég hef komið þangað þrisvar og á eftir að koma þar oftar, það er öruggt.

Það er óhugalegt  að heyra þessar fréttir þaðan. Því þar býr einstaklega gott og gestrisið fólk sem gaman er að sækja heim. Enginn sem fer til Krítar eða Grikklands ætti að láta hjá líða að skreppa þangað.

STA50041Þar eru öll hús hvítmáluð með bláu þaki. Þegar maður kemur siglandi til eyjarinnar sýnast húsin vera snjór á bjargbrúninni, séð úr fjarlægð.  Höfuðstaður eyjarinnar heitir Fira.

map santoriniEyjan sprakk í loft upp um 1600 f.k. í miklu hamfara gosi. Flóðbylgja olli síðan skaða og manntjóni víða um Miðjarðarhafið sunnanvert. M.a. er talið að Minoanska menningin á Krít hafi af hennar völdum liðið undir lok.

santorini akrotiri01Á eynni hefur verið grafið upp þorpið Akrotiri sem grófst í ösku í gosinu. Akrotiri er fyllilega sambærilegt við Pompei á Ítalíu.

Fyrir sprenginguna var eyjan heill massi eins og útlínur eyjarinnar sína. Við sprenginguna hvarf miðjan úr eynni, en eins og sjá má er ný eyja byrjuð að hlaðast upp í gígnum miðjum. Hún reis úr sæ 1707 og þar gaus síðast 1950.


mbl.is Myrti kærustuna og gekk með höfuð hennar um götur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Einn af fallegustu stöðum í heimi er ég viss um

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Síðast þegar ég kom þarna var 46°C.  það var í heitara lagi en það skemmdi samt ekki sjarma Santorini.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband