Vel heppnað val?

 

Sennilega er val John McCain á varaforseta vel heppnað. Sara Palin  er kona sem kemur vel fyrir og geislar af kynþokka sem hefur mikið að segja hvort sem mönnum líkar eða ekki. Enda sást vel á fréttamyndbandi frá ræðu Palin hvar McCain hafði augun.

Sennilega á Obama eftir að sjá eftir því að hafa ekki tekið Clinton með sér í slaginn.

 

 
mbl.is Könnun sýnir Obama og McCain hnífjafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert þröngsýnn og heldur því fram að kosningabarátta vestra snúist um kynþokka.Þvílík fáviska.Hefurðu ekkert vit um stjórnmálafræði?Í fyrsta lagi burt frá séð hvort er um að ræða kven eða karlframbjóðendur að Sarah Palin hefur enga reynslu af undanrríkismál og hefur alltrei komið nálægt landspólitík og hún þarf að mæta Biden faraforséta efni Obama Barack í kappræðum sém að hefur 3 áratuga reynslu sém öldungaþingmaður sém að á eftir að éta hana í kappræðum og þykkir góður ræðumaður.Sarah Palin hefur verið bara í bæjarstjórn í 6000 manna krummaskurð í Alaska í mesta lagi í örfá ár og verið bara fylkistjóri í 2 ár.Þetta er bull og vitleysa í þér og þú hefur ekkert vit í bandarískum stjórnmála fræði og Bandarísk stjórnmála fræði snýst ekkert um kynþokka HELDUR UM HÆFNI !!!!!! SKYLURÐU ÞAÐ EKKI ?????

Enginn (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Gulli litli

Midad við stafsetningavillurnar Þá er ég ekki hissa að Þú komir ekki fram undir nafni herra eða fröken Enginn...

Gulli litli, 2.9.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vá. Kemur hingað inn og gagnrýnir hann fyrir fávisku á stjórnmálafræði?

Þú ættir nú aðeins að hugsa út fyrir kassann og gera þér grein fyrir því að hinn meðal bandaríkjamaður hefur ekkert hundsvit á pólitík. Enda hefur það sannast með forsetakosningum hingað til. Það hefur aldrei verið spurning um hæfni, heldur útlit, kynþokka, peninga, klíkuskap og völd.

Val McCain á varaforseta hefur ekkert með meinta hæfni þessarar konu að gera, heldur aðeins "rökfræðilegt" næsta skref hjá manni sem langar til þess að vinna, hvað sem það kostar.

Held að þú ættir nú bara sjá af þér, og biðjast afsökunnar fyrir svona vitleysu eða bara einfaldlega halda þér saman þegar þú hefur greinilega ekki vit á hlutunum sjálf/ur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.9.2008 kl. 10:14

4 identicon

Ég er sammála þér þetta var snilldarbragð hjá Mccain, og til að upplýsa "engann" þá hefur það komið fram hjá CNN og Fox að Sarah Palin hefur meiri reynslu en bæði Obama og hans varaforsetaefni til samans, leitt að þurfa að segja þér það, þeir eru þessir reynslulausu, en þeir eru góðir ræðumenn, en er það nóg?

Sigg (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:22

5 identicon

Ég byðst afsökunnar á þessum ummælun enn vildi vekja athygli á því að ég var ekki að meina kyn,Kynþætti eða uppruna.Það er gott mál ef John MacCain vill konu sém varaforséta enn þá hefði hann frékar átt að vanta valið bétur og velja sér aðra konu með reynslu.

Enginn (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka innlitin.

Talandi um að forsetaframbjóðendur sé valdir eftir hæfni þá hefur eitthvað farið úrskeiðis í hæfnismati þjóðarinnar á núverandi forseta. Svo var hann kosinn aftur, þrátt fyrir að algert óhæfi hans væri orðið deginum ljósara. Og ekki var hann kosinn út á kynþokkann, það er ljóst.

Og um það að bandarísk stjórnmál snúist um málefni þá má benda á að sjónvarpsauglýsingar McCain og hans manna snúast minnst um málefni, þær snúast um að ausa skít yfir andstæðingana og gera þá tortryggilega í augum kjósenda. Mjög heilbrigð og uppbyggileg stjórnmál það.

Samkvæmt nýjustu fréttum þá virðist McCain einungis hafa horft á belgina á beibinu og ekki litið að baki hennar því einhver "óhreinindi" er hún sögð draga á eftir sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband