100 millur í her eđa hjálp?

Ţađ er vissulega umhugsunaratriđi ţegar stjórnvöldum finnst ţađ standa ţeim nćr ađ eyđa 100 milljónum í nokkurra daga tindátaleik í stađ ţess ađ nota sömu upphćđ til ađ leiđrétta kjör ljósmćđra, sem sannarlega eru ekki rétt stađsettar í launastiganum.

Međ ţráhyggju fjármálaráđherra og félaga hans, sem segja ekki svigrúm til launaleiđréttinga,  er stöđu ljósmćđra og ţví mikilvćga hlutverki sem ţćr gegna í ţjóđfélaginu, til öryggis fyrir nýbura og mćđur ţeirra, stefnt í vođa.  

En sömu menn dásama göfug markmiđ tindátaleikja. Hlutverk ţeirra sé m.a. ađ vernda mćđur, börn og ţá ekki hvađ síst ljósmćđur sem og ađra landsmenn gegn allskonar vá t.d. hryđjuverkum, ţađ ćttu allir ađ geta séđ.

Ţađ breytir engu hversu miklu fé verđur variđ í varnarmál, ţađ verđur alltaf gagnslaus og glórulaus sóun.  Ef eitthvert herveldi ásćldist Ísland og gerđi árás yrđi fátt um raunverulegar varnir.

Meira segja Danski herinn tćki landiđ auđveldlega, ţótt í ţeim her megi ađeins gefa eina skipun, komi til átaka, sem er „VIĐ GEFUMST UPP“!  

Öflugasti her heims, öflugasti floti heims og öflugasti flugher heims megnuđu ekki til samans ađ koma viđ vörnum gegn árás á Bandaríkin 11. September 2001.

Svo ímynda hernađarsinnar á Íslandi sér ađ svona tindátaleikir og tímabundnar viđkomur örfárra manna og flugvéla séu einhverjar varnir fyrir Ísland! Ţvílík sjálfsblekking, ţvílíkt bull. Óvinurinn sem tindátaleikurinn snýst um er ímyndađur.

En óvinurinn er samt til.  Óvinurinn er innlendur. Óvinurinn er hugmyndafrćđi ţessara manna.

Í stjórnarsáttmála núverandi „ríkisstjórnar“  segir m.a:  

Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum ţeirra stétta ţar sem konur eru í miklum meirihluta“.

Ég geri ekki ráđ fyrir ađ Sjálfstćđismenn hafi knúiđ ţetta inn í sáttmálann. Ţarna sé ég fingraför Jóhönnu Sigurđardóttur.

Er ríkisstjórnin ađ efna ţetta međ framgöngu sinni gegn ljósmćđrum, verđandi mćđrum og öđrum konum ţessa lands?  

Fjármála- og heilbrigđisráđherra segjast ekkert geta gert, máliđ sé í höndum samninganefndar ríkisins!   HALLÓ... hvađan fćr samninganefndin umbođ sitt og fyrirmćli?

Er Samfylkingin sammála ţessari hugmyndafrćđi? Er Samfylkingin sammála ţessum vinnubrögđum? Er Samfylkingin búin ađ gleyma  hugsjónum, háleitum markmiđum og manngildinu? Er Samfylkingin orđin viljalaus hóra Íhaldsins. Er strúturinn međ höfuđiđ í sandinum orđinn herra hennar?

Á međan ekki heyrist múkk frá Samfylkingunni um hiđ gagnstćđa hljóta kjósendur ađ álykta ađ svo sé.

Hvar er Jóhanna Sigurđardóttir? Ţessi baráttukona sem hingađ til hefur ráđist af krafti gegn öllum sem sett hafa sig upp á móti réttlátum markmiđum hennar. Hvar ertu Jóhanna? Hvar ertu?

Ţar sem fjármálaráđherra er dýralćknir ćtti hann ađ nýta ţá ţekkingu og gefa sjálfum sér og samráđherrum sínum súrdođasprautu, ţađ gćti hjálpađ. Hver veit nema hún komi ađ gagni gegn hroka, drambi og sjálfumgleđi ráđherrans og magnleysi Samfylkingarráđherrana.


mbl.is Ţungađar konur mótmćla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.