Eru fangelsisyfirvöld ga ga?

Ágúst ógeð  Ágúst Magnússon barnaníðingur er  á reynslulausn enn og aftur þrátt fyrir að hafa brotið fyrri reynslulausn og verið staðinn að verki við fyrri iðju. Hann er nú búsettur í Svíþjóð! Er virkilega hægt að fá reynslulausn og flytja úr landi?

Í frétt Vísi.is segir m.a.:

„Í Svíþjóð hóf Ágúst nám við biblíuskóla Livets Ord safnaðarins.Enginn heimavist er í skólanum og hefur Ágúst leigt íbúð með fjórum mönnum undandarið.

Það fyrirkomulag hefur hins vegar verið til bráðabirgða og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Ágúst ákveðið að taka á leigu herbergi á heimili hjóna með tvö börn.

Hjónin eru meðlimir í Livets Ord söfnuðinum en safnaðarmeðlimum hefur ekki verið greint frá bakgrunni Ágústs á Íslandi. Ágúst óskaði eftir því við skólastjóra biblíuskólans að öllum upplýsingum um brot hans gegn börnum á Íslandi yrði haldið leyndum fyrir safnaðarmeðlimum.

Sem fyrr segir er dvöl Ágústs í Uppsölum háð leyfi fangelsisyfirvalda á meðan hann er enn á reynslulausn“.

Halló, halló!!!!!! Er ekki allt í lagi? Er barnaníðingi plantað með vilja og samþykkt fangelsismálayfirvalda á Íslandi inn á barnafjölskyldu í Svíþjóð og sannleikanum haldið leyndum fyrir þeim? Eru menn orðnir ga ga? Hvaða tilraun er verið að gera?

Svo er klykkt út með að segja:

„Sinni Ágúst ekki settum skilyrðum er litið svo á að hann hafi brotið gegn skilmálum um reynslulausn. Hann mun því þurfa að ljúka afplánun sinni í fangelsi“.

Halló! Ég hélt að einmitt þetta hefði gerst þegar óhræsis níðingurinn var gripinn í fyrri reynslulausninni. Á hann inni fleiri sénsa?

Hvaða helvítis leyfi hafa fangelsisyfirvöld til að leika sér svona með fjör barna hér og í Svíþjóð? Er það virkilega svo að helvítis ógeðið hafi meiri rétt en börnin okkar?

Er ég kannski að brjóta mannréttindi á viðbjóðnum með þessum skrifum? Ef svo er líður mér afskaplega vel með það.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.