Lítill munur á kúk og skít

Hugo ChavezÞað dylst engum sem fylgist með fréttum af Hugo Chavez, forseta Venesúela, að þar fer maður sem er hreint ekki heill til höfuðsins. Hann er mikið ólíkindatól og ómögulegt að sjá fyrir hans næsta leik eða skyndi hugdettur.

Nú stendur fyrir dyrum sameiginleg flotaæfing Venesúela og Rússlands í lögsögu Venesúela.  Rússar hafa sent á svæðið fjögur herskip og m.a. 2 hljóðfráar sprengjuþotur af gerðinni Tu-160 Blackjack til að taka þátt í æfingunum.

Þetta er fyrsta æfing af þessu tagi í vesturheimi síðan Kaldastríðinu lauk. Þó þessar æfingar fari fram í meira en 1500 km fjarlægð frá Bandarísku landi þá valda þær verulegum pirringi í Washington svo ekki sé meira sagt.

Þessar heræfingar munu þykja mikil óhæfa á þeim bæ og sagðar ógn við öryggi Bandaríkjanna. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri túlkun.

En á sama tíma sjá Bandaríkjamenn ekkert athugavert við það að róta upp jarðveginum nánast inn í kálgarði Rússa, Georgíu.

Saakashvili bushÞeir styðja þar leynt og ljóst við bakið á Saakashvili forseta Georgíu með fjáraustri og vopnasendingum.  Saakashvili mun hafa það sér helst til ágætis að glíma við sama heilsufarsvanda og Hugo Chavez.

Það voru Georgíumenn sem réðust inn í Suður-Ossetíu, Rússar svöruðu árásinni af fullri hörku. En vafalaust hafa þeir gengið lengra í þeim hernaði en ástæður voru til. Hitt er samt augljóst að Georgía hefði tæplega hafið þetta stríð á vitundar og vilja BNA. Saakashvili og BNA hafa áhuga á að Georgía gangi í NATO og það helgar meðalið.

Þetta samsvarar því að Rússar hefðu verið með svipaðar tilraunir í Mexikó og það viljað ganga í Varsjárbandalagið sáluga. Við getum ímyndað okkur lætin í Washington hefði það staðið til.

khruschev kennedy1 600Hver man ekki Kúbudeiluna þegar Sovétríkin, af sömu heimsku og skammsýni og BNA nú,  settu  upp eldflaugaskotpalla á Kúbu, nánast í kálgarði BNA. Styrjöld vofði yfir en var forðað á síðustu stundu.  Nikita Khrushchev hafði vit á að gefa eftir og heimurinn andaði léttar.

Getum við ætlað Bush og hans liði sama þroska?

Fullvíst má telja að flotaæfingarnar við Venesúela séu afleiðing og svar við tilraunum BNA í Georgíu.

Ekki hélt ég að Bush yrði toppaður í heimskulegum yfirlýsingum og ráðagerðum. Nú hefur skrattinn hitt ömmu sína þar sem frú Palin er.

palin

Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina útilokaði frú Palin ekki stríð við Rússa vegna Georgíu!!!

Hún sagði jafnframt að „BNA yrði að vera á varðbergi gegn því ef stórríki réðust á minni lýðræðisríki“.

Gott og göfugt markmið, en kona, líttu þér nær!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband