Undarleg markmið
20.9.2008 | 13:17
Birni Bjarnasyni virðist það mikið hjartans mál að löggæsla hverskonar, hvort heldur er til lands eða sjávar, sé sem veikust, hafi sem minnsta skilvirkni.
Skipum Landhelgisgæslunnar hefur verið lagt vegna olíukostnaðar. Þyrlum gæslunnar var fækkað. Lögreglan er á heljarþröminni fjárhagslega og undirmönnuð.Kjörorð Gæslunar, Við erum til taks hefur fengið nýja merkingu.
Þeir sem hafa hugsað sér að lenda í sjóslysi eða öðrum óhöppum eru vinsamlegast beðnir að gera það á Faxaflóasvæðinu verði því við komið.
Nýtt skip er í smíðum í Chile fyrir gæsluna. Það er umtalsvert stærra en Ægir og Týr. Það mun því verða talsvert frekara á olíu en þau.Verður því lagt strax eftir heimkomuna, ef það verður þá hægt að sigla því heim vegna kostnaðar? En trúlega verður ekki hugsað um sparnað þegar ráðherrar, embættismenn og aðrir mektarmenn ásamt mökum og öðru fylgdarliði hópast utan þegar skipið verður sjósett og því veitt viðtaka.
En er sama aðhald á öllum sviðum?
Hefur ráðherrabílunum verið lagt vegna hás eldsneytisverðs?
Hefur aðildardraumurinn að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna verið lagður á hilluna vegna kostnaðar?
Hefur risna ráðherra verið skorin niður?
Ferðast ráðherrar og þeirra lið á almennu farrými í sparnaðarskyni?
Hvað kostuðu ferðir menntamálaráðherra á Ólympíuleikanna mörg tonn af olíu?
Verða NATO heræfingar í boði Íslenska ríkisins lagðar af vegna kostnaðar?
Svo má áfram telja. En þetta viljum við, við kusum þetta yfir okkur, við fengum þá ríkisstjórn sem við áttum skilið.
Fólk er fífl.
Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Axel.
Ég er ekki sammála þér í að fólk sé fífl svona almennt talað, en ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að þeir sem geta hugsað sér að eyða atkvæði sínu á Björn Bjarnason í framtíðinni, séu varla með háa greindarvísitölu.
Kveðja,
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 23:39
Sæll Kári.
"Fólk er fífl", hefði að sjálfsögðu átt að vera í gæsalöppum því þetta er sannarlega ekki mitt álit. Var það ekki "Sollu" Kristinn, einn samráðsolíufurstinn sem sagði þetta um þjóðina sem þakkir fyrir viðskiptin þegar ákæruvaldið lýsti þá saklausa.
Kveðja,
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2008 kl. 11:21
Smá viðbót Kári. Ég er sammála þinni skilgreiningu á B.B.
Reyndar finnst mér þegar ég sé skammstöfunina B.B. að hún standi fyrir "bölvaður bjáni".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2008 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.