Hvað er klám?

Það er sennilega ekki til nein hárrétt skilgreining á klámi. Þar er við að eiga einstaklingsbundið mat hvers og eins. Ég persónulega sé ekkert klámfengið við myndir af nöktu fólki í tímaritum sem barbiesérhæfa sig í þannig efni. Það er ekkert óeðlilegt eða ógeðslegt við nakinn mannslíkama. 

En þeir eru vissulega til sem telja þannig myndir argasta klám. Þeir sem eru þannig þenkjandi geta varla farið í sund því þar er þá argasta klámsýning undir hverri sturtu. Þannig  fólk hlýtur að hátta sig í myrkri fyrir svefninn, svo sterkri siðferðiskennd þess verði ekki misboðið.

Þetta fólk reynir oft hvað það getur að hafa vit fyrir öðrum sem ekki eru eins þröngsýnir og  hneykslunargjarnir. Það fékk því fram komið að blöð af þessu tagi væru sett í ógegnsætt plast svo viðbjóðurinn blasti ekki við viðkvæmum sálum. Þröngsýni og tepruskapur er ekki bundin við Færeyjar.

Mér er minnisstæður atburður fyrir allmörgum árum þar sem kona skrifaði harðorðaða og  átakanlega Velvakandagrein um þann viðbjóð sem oft blasti við henni þegar hún ætlaði að njóta kvöldblíðunnar á sínum eigin svölum.  Þaðan sá hún inn í stofu á íbúð í annarri blokk  í næsta nágrenni og þar blasti iðulega við augum hennar,  par að gera það, sem að hennar mati ætti aðeins að gera í lokuðum  herbergjum. 

Lögreglan var sett í málið og við rannsókn kom í ljós að til að fá sjónlínu frá svölum „aumingja“  konunnar yfir í sóða stofuna þurfti hún að leggja sig í hættu og  hanga nánast öll útaf svölunum. 

Það er mikið á sig leggjandi...... .  


mbl.is Hald lagt á klámblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Klámið er í huga hvers og eins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 16:17

2 identicon

Ég er nú orðin allöldruð og man klámbylgjuna miklu sem reið yfir landið um 1970. Þá fór ég í bókabúð með litla guttann minn að kaupa Andrés blöð, við hliðina á þeim blöðum í Eymundsson í Austurstrætinu voru dönsku klámblöðin, Andrés var bara til á dönsku í þá daga. Mamma hvað er þetta, sagði sá litli, 4 ára og hélt á blaði sem var opið á síðu þar sem annars vegar var verið að troða grísatippi upp í konu og hins vegar enda á ár upp í kynfæri hennar.

Þetta fannst mér t.d. vera klám. Þú verður alltaf að hafa í huga við hvaða aðstæður og í hvaða tilgangi er verið að halda svona efni fram. Karlmaður í sturtu í einni af sundlaugum bæjarins gerði mikið veður út af því að faðir ætlaði að koma með dóttur sína ný orðna 6 ára með sér í karlaklefann, það varð að senda barnið eitt í kvennaklefann út af tepruskap þessa manns. Sitt sýnist hverjum, eins og þú réttilega sagðir.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 16:28

3 identicon

Mikið er ég sammála Guðrúnu og jafn ósammála Axel í þessu. Sitt sýnist hverjum. T.d. virðast "sumum" mönnum í Kópavogi strippstaðir bæjarins vera alls óskyldir klámi. Og finnst þessi starfsemi bæði þörf og í lagi. Er þá ekki bara í lagi líka að strippstúlkurnar geri þetta á götu úti á góðviðrisdögum t.d.? Ef þetta er ekki ósiðlegt þá hlýtur þetta að þola dagsins ljós og mega vera öllum ljóst hvernig þetta fer fram. Mér þykir þetta flott hjá færeyingum, um að gera að setja þetta undir borðið, hver vill horfa á tippi í reisn eða útglennta píku þegar það fer að versla í matinn, jafnvel með börnin með sér. Það má öllu ofgera, líka "frelsinu" til að mega hafa hlutina eins opna og sumt fólk vill. 

assa (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:43

4 identicon

Mér finnst nekt ekki vera það sama og klám, að því leyti er ég alveg sammála þér Axel, og jafnframt því að það sé erfitt að finna einhverja eina ("rétta") skilgreiningu á klámi. Það hefur hins vegar reynst mér vel, þegar ég er að skilgreina klám, að spurja sjálfa mig hvort tilgangurinn með myndinni sé kynferðisleg örvun eða eitthvað annað. Þar með get ég sagt að mynd af hálfnakinni stúlku í Playboy sé klám, en mynd af styttunni af Davíð eftir Michelangelo sé ekki klám, jafnvel þó hann sé allsnakinn. (Það að nekt sé ekki það sama og klám gengur nefnilega í báðar áttir!) 

Hitt er svo annað mál, að hvert samfélag verður að ákveða fyrir sig hvar skal setja mörkin; því miður er ég ekki einvaldur heimsins og skoðanir mínar skipta litlu sem engu... Í Færeyjum er bannað að selja og dreifa blöðum með myndum af nöktu fólki (ef ég skil fréttina rétt). Þetta er eitthvað sem meirihluti Færeyinga er vonandi sammála, og þá verða þeir sem eru ósammála að bíta í það súra og nota netið eins og allir aðrir.

Ágústa (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Kerlingin á svölunum....., var hún með Zeiss kíki 8 x 40, eða þennan stóra?   Skyldi hún hafa verið VinstriGræn eða Femínasni eða bæði?  Skyldi fyrsti stafurinn í nafninu hennar hafa byrjað á Jenný Anna?

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

Sigurbjörn Friðriksson, 5.10.2008 kl. 20:25

6 identicon

Klám er mjög loðið og teygjanlegt hugtak...

Egill (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka öllum innlitið.

Jú Björn bóndi, sjónauki mun hafa komið við sögu, enda langt milli blokka. En hvort það var Zeiss skal ósagt látið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.