Fyrstu batamerkin
24.10.2008 | 20:15
Fyrstu merki þess að lífið færist aftur í eðlilegt horf komu fram strax í dag. Steingrímur J. Sigfússon hrökk aftur í gamla bakk- og afturhaldsgírinn eftir að hafa verið tekist með miklu erfiði að halda sér í hlutlausum gír í rúman hálfan mánuð. Vonandi kemur aldrei aftur upp sú staða að það verði endurtekið.
Þegar neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi 7. Október s.l. stóð þingheimur saman að mestu, VG komst þó ekki lengra í samstöðunni en að vera hlutlausir. Fyrir þá var það raunar risaskref.
Ég var farinn að óttast er dagar liðu að stökkbreyting hefði orðið í Steingrími og hann væri fastur í hlutlausum. En nú er ljóst, blessunarlega að svo var ekki, hann og VG eru komnir í gamla normið.
Steingrímur lýsti yfir andstöðu við þessa lántöku hjá IMF, vill að aðrar leiðir verði kannaðar, leiðir sem öllum er löngu ljóst að eru lokaðar nema IMF komi að málinu fyrst. Steingrímur vill sem sagt að við ráfum fram og aftur blindgötuna , meðan þjóðinni blæðir út.
Steingrímur var í fréttunum nánast fúll yfir að ekki voru settar fram þær dómsdagskröfur af hálfu sjóðsins sem hann hafði spáð.
Hann bindur vorir við að fulltrúar Breta og Hollendinga í stjórn IMF muni ná því fram að sjóðurinn setji á okkur óaðgengilegar kröfur þegar lánsumsóknin verður tekin fyrir þar.
Þetta er maðurinn sem skildi ekkert í því að vera ekki kallaður til ábyrgðar og ákvörðunartöku til lausnar kreppunni.
![]() |
Mjög erfiðir tímar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
Athugasemdir
SÉR ENGIN HVERSU STERKUR GEIR ER NÚNA?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.10.2008 kl. 01:56
Sæl Anna og takk fyrir innlitið.
Það er óhjákvæmilegt, ef þessi þjóð vill og ætlar að draga menn til ábyrgðar, að staða hans og Sjálfstæðisflokksins veikist verulega þegar ástandið fer að versna til muna.
Hvernig sem allt er skoðað ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð á ástandinu.
Kveðja,
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2008 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.