Bókunin vantraust á Geir?

GeirEfni umræddar bókunar hefur ekki verið birt þannig að við vitum ekki út á hvað hún gengur annað en að Samfylkingin hafi að sögn dregið til baka stuðning sinn við Davíð Oddson sem Seðlabankastjóra.

Forsætisráðherra fer með málefni Seðlabankans og ber því höfuðábyrgð á öllu sem að honum snýr. Geir Haarde hefur fram að þessu alfarið hafnað öllum breytingum á stjórn Seðlabankans, þrátt fyrir vaxandi þrýsting þar um.

Þessi bókun, með fyrirvara um það sem þar stendur,  er því ekki  um vantraust á Davíð Oddson heldur fyrst og fremst alvarleg athugasemd við embættisfærslur forsætisráðherra.

Það eru því ekki nema tvær leiðir út úr þessari krísu, önnur er sú að Geir axli sín skinn,  gefi eftir og reki Davíð og stjórnin sitji áfram, í skugga trúnaðarbrests eða hinn leiðin, stjórnarslit.

Velji Geir að verja sinn Davíð þýðir það ekki annað en stjórnarslit og þá á hann aftur tvo kosti.  Að hundsa bókunina með öllu og láta Samfylkinguna segja sig úr stjórninni, hún á þá ekki annan kost, vilji hún viðhalda trúverðugleika sínum. Eða fara á fund Ólafs út á Bessastaði og biðjast Steingrímur2lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Hvora leiðina sem Geir ákveður að fara  er ólíklegt að hann rjúfi í leiðinni þing því kosningar eru örugglega ekki ofarlega á aðgerðalista Geirs. Líklegra er að hann reyni að mynda nýja stjórn með VG.

Ólíklegt þykir mér að Steingrímur stökkvi á vagninn og gefi Sjálfstæðisflokknum líf.

En maður á víst aldrei að segja aldrei.

.

.

Og enga Breta hingað til landvarna, aldrei.

 


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla og ég er hjartanlega sammála þér.

En mér fyndist sárt að vita til þess ef Sjálfstæðismenn myndu halda sér í stjórn, eftir allt sem hefur gengið á, allt sem þeir hafa logið, í öll skiptin sem þeir hafa svikið þjóðina, eftir allt sem hefur mistekist hjá þeim. Geir er lykillinn í allri þessari vitleysu, og lausnin til að losa við þennan hnút er einfaldlega að losna við Geir.

Það væri vesen að vera með kosningar, eins og staðan er núna. Ef það væri breytt um forsætisráðherra, einhvern sem er ekki í klíkuskap með Davíð og öðrum ráðamönnum sem vilja halda landinu í hershöndum, þá myndu menn strax fara að slaka aðeins á og það myndi kannski ganga eitthvað hjá þessari blessuðu ríkisstjórn að leysa úr hnútnum. Annars vitum við öll hvernig kosningarnar færu ef þær væru haldnar nú.

Flakkarinn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka innlitið Þrúður og undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Hallgrímur og ágætt innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.