Bókunin vantraust á Geir?
2.11.2008 | 12:34
Efni umrćddar bókunar hefur ekki veriđ birt ţannig ađ viđ vitum ekki út á hvađ hún gengur annađ en ađ Samfylkingin hafi ađ sögn dregiđ til baka stuđning sinn viđ Davíđ Oddson sem Seđlabankastjóra.
Forsćtisráđherra fer međ málefni Seđlabankans og ber ţví höfuđábyrgđ á öllu sem ađ honum snýr. Geir Haarde hefur fram ađ ţessu alfariđ hafnađ öllum breytingum á stjórn Seđlabankans, ţrátt fyrir vaxandi ţrýsting ţar um.
Ţessi bókun, međ fyrirvara um ţađ sem ţar stendur, er ţví ekki um vantraust á Davíđ Oddson heldur fyrst og fremst alvarleg athugasemd viđ embćttisfćrslur forsćtisráđherra.
Ţađ eru ţví ekki nema tvćr leiđir út úr ţessari krísu, önnur er sú ađ Geir axli sín skinn, gefi eftir og reki Davíđ og stjórnin sitji áfram, í skugga trúnađarbrests eđa hinn leiđin, stjórnarslit.
Velji Geir ađ verja sinn Davíđ ţýđir ţađ ekki annađ en stjórnarslit og ţá á hann aftur tvo kosti. Ađ hundsa bókunina međ öllu og láta Samfylkinguna segja sig úr stjórninni, hún á ţá ekki annan kost, vilji hún viđhalda trúverđugleika sínum. Eđa fara á fund Ólafs út á Bessastađi og biđjast lausnar fyrir sig og ráđuneyti sitt.
Hvora leiđina sem Geir ákveđur ađ fara er ólíklegt ađ hann rjúfi í leiđinni ţing ţví kosningar eru örugglega ekki ofarlega á ađgerđalista Geirs. Líklegra er ađ hann reyni ađ mynda nýja stjórn međ VG.
Ólíklegt ţykir mér ađ Steingrímur stökkvi á vagninn og gefi Sjálfstćđisflokknum líf.
En mađur á víst aldrei ađ segja aldrei.
.
.
Og enga Breta hingađ til landvarna, aldrei.
![]() |
Samfylking afneitar Davíđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
Athugasemdir
Frábćr fćrsla og ég er hjartanlega sammála ţér.
En mér fyndist sárt ađ vita til ţess ef Sjálfstćđismenn myndu halda sér í stjórn, eftir allt sem hefur gengiđ á, allt sem ţeir hafa logiđ, í öll skiptin sem ţeir hafa svikiđ ţjóđina, eftir allt sem hefur mistekist hjá ţeim. Geir er lykillinn í allri ţessari vitleysu, og lausnin til ađ losa viđ ţennan hnút er einfaldlega ađ losna viđ Geir.
Ţađ vćri vesen ađ vera međ kosningar, eins og stađan er núna. Ef ţađ vćri breytt um forsćtisráđherra, einhvern sem er ekki í klíkuskap međ Davíđ og öđrum ráđamönnum sem vilja halda landinu í hershöndum, ţá myndu menn strax fara ađ slaka ađeins á og ţađ myndi kannski ganga eitthvađ hjá ţessari blessuđu ríkisstjórn ađ leysa úr hnútnum. Annars vitum viđ öll hvernig kosningarnar fćru ef ţćr vćru haldnar nú.
Flakkarinn (IP-tala skráđ) 2.11.2008 kl. 13:59
Ţakka innlitiđ Ţrúđur og undirtektir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2008 kl. 14:16
Takk fyrir innlitiđ Hallgrímur og ágćtt innlegg.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2008 kl. 15:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.