Nýjan stjórnarsáttmála? Já takk, en..........
10.11.2008 | 14:16
Hvað ætti að felast í endurnýjun stjórnarsáttmálans? Það er ljóst að Samfylkingin vill þá fá inn í hann nýja peningamálastefnu og þá um leið nýja áhöfn í Seðlabankann og sett verði fram inngönguáætlun í Evrópusambandið og upptaka evru o.fl.
Halda menn virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn, með Geir sem formann og Davíð í öndvegi, fallist á þessar kröfur? Svarið liggur í augum uppi. Sé ætlunin að gera nýjan stjórnarsáttmála þá verður það ekki við Sjálfstæðisflokkinn, þar þarf aðra flokka til.
Geir veit að fallist hann á þessi sjónarmið þá stendur hann frammi fyrir klofnum flokki. Á þeim bæ verður þjóðarhagur aldrei settur ofar flokkshag. Haldi menn annað er það tálsýn.
Það verður aldrei sátt um það til framtíðar að Sjálfstæðisflokkurinn, aðalarkitekt kreppunnar, leiði okkur út úr henni aftur. Algert skipbrot blasir við Íslandi eftir 18 ára samfelda stjórnarsetu flokksins og 16 ára stjórnarforystu. Höfum við bein fyrir meira af því góða?
Afgreiðslu IMF hefur þrívegis verið frestað og ekki tímasett hvenær hún á að fara fram. Getur svar IMF verið skýrara án þess að hafna umsókninni berum orðum? Hefur stefna stjórnarinnar, allt ráðaleysið síðasta mánuð, allt pukrið og leyndóið skilað okkur, þó ekki væri nema einu skrefi fram á veginn? Svari hver fyrir sig.
Nýjan stjórnarsáttmála? Svarið er hiklaust já, en í nýrri ríkisstjórn að afstöðnum kosningum sem fari fram t.d. í janúar. Sú stjórn sem þá verður mynduð hefði það sem núverandi stjórn vantar, umboð til að ganga til verka.
Þá segja einhverjir við megum ekki við kosningum núna eins og ástandið er. Nokkuð til í því, en við megum ekki við óbreyttu ástandi þar sem ríkisstjórnin situr og bíður eins og þjáður sjúklingur á biðstofu tannlæknis og vonar að verkurinn hverfi svo hægt sé að fresta því óhjákvæmilega.
.
.
Burt með spillingarliðið, burt með stjórn Seðlabankans, burt með ....... og enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei.
![]() |
Vilja nýjan stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.