Hvað eru menn að hugsa?

Ég sá í fréttum að þeim svæðum sem sýkta síldin hefur veiðst á hafi verið lokað að tilmælum Hafró. Er það rétt aðferð? Allt að 30% af þeirri síld sem veiðist þessa dagana mun vera sýkt og sennilega er svo um allan stofninn.

síldSjómenn sækja að sjálfsögðu ekki í sýkta síld sé annað í boði, því hún getur aðeins farið í bræðslu, sem gefur miklu minna verðmæti, en fari hún til manneldis. Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á kvóta vegna ástandsins.  

Væri ekki skynsamlegt að opna svæðin strax aftur, veiða síldina til bræðslu frekar en að láta  hana drepast engum til gagns.

Útgerðinni og sjómönnum yrði bætt tekjutapið með því að hlutfall sýktar síldar yrði ekki dregið frá kvótanum, enda drepst síldin hvort eð er óveidd og hverfur úr stofninum.


mbl.is Þriðja hver síld sýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband