Skuldabréfavafningur, flott orð en skaðræðisgjörningur
7.1.2009 | 09:51
Voru ekki einhverjar reglur og lög sett sem áttu að hindra að útlendingar gætu komist til áhrifa í Íslenskum sjávarútvegi með fjárfestingum og komist þannig yfir kvótann?
Svo laumuðu bankarnir kvótaveðunum út um bakdyrnar en lofa núna að standa við bakið á fórnarlömbunum, ekki spyr maður að gæskunni.
Var ekki búið að vara við þessu, rétt eins og öðru, þegar útgerðamönnum voru heimilaðar veðsetningar á þessari þinglýstu eign þjóðarinnar?
Kallar þetta ekki á að kvótalögin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar?
Og svo er höfuðið bitið af skömminni nú þegar farið er að tala um að afskrifa þurfi skuldir sjávarútvegsins. Átti ekki framsal og veðsetningarheimild kvótans að skapa þvílíka hagræðingu og hagsæld að sjávarútvegurinn yrði sjálfbær til framtíðar?
Þetta hefur nú reynst aðeins eitt af innihaldslausa frjálshyggjubullinu sem Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi gegnum þingið á færibandi með ríkisábyrgð.
Það verður kannski engu hægt að fórna í sjávarútveginum með inngöngu í ESB, því kvótinn er þegar með adressu í Brussel fyrir tilstuðlan blessaðra bankanna.
Átti ekki allt að vera uppi á borðinu og störf skilanefnanna við uppgjör bankanna að vera gegnsæ? Af hverju komu þá ekki þessar upplýsingar þaðan en ekki sunnan úr Grindavík?
Hvað fleira eru bankarnir búnir að veðsetja úr landi?
Erlendir bankar með veð í kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Athugasemdir
,Þetta hefur nú reynst aðeins eitt af innihaldslausa frjálshyggjubullinu sem Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi gegnum þingið á færibandi með ríkisábyrgð.´´
Frjálshyggjumenn eru á móti ríkisábyrgðum, þetta er bara þversögn.
Blahh (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 10:29
Voru bankarnir ekki einkavæddir? Er þjóðin ekki látin borga fyrir kostnaðinn af útrás þeirra? Er það eitthvað annað en ríkisábyrgð?
Já það er satt að frjálshyggjumenn eru á móti ríkisábyrgðum í orði, en annað er á borði. Þeim virðist nú ekki mjög bumbult þessa dagana að þiggja fjarhagsaðstoð frá hinu opinbera, jafnvel í USA móðurríki þeirra trúarbragða.
Niðurstaðan er oftast þannig að frjálshyggjupostularnir vilja mjög gjarnan hirða gróðann en almenningur má sitja uppi með tapið. Þrátt fyrir allar þversagnir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.