Stærðin skiptir víst máli....

Það er ekki kreppa í Frakklandi, allavega ekki alvarleg, sem marka má af þeim 30 milljörðum sem þeir ætla að spandera í stærri flugvél fyrir forsetann hugumstóra Sarkozy.Airbus A319

Sarkozy er haldinn einhverri minnimáttarkennd að fljúga núna „aðeins“  á Airbus A319 þegar aðrir þjóðhöfðingjar eins og t.a.m.  Bandaríkjaforseti, sem ferðast á hinni nafntoguðu Airforce1 sem er Boeing 747-200B.

Sarkozy er ekki maður hávaxinn og það er vandséð hvernig það þjónar sjálfsáliti hans að fá stærri vél. Hann mun fyrir vikið aðeins sýnast enn minni tittur, þegar hann stígur frá borði.

Við innréttingu vélarinnar verður farið eftir dyntum og duttlungum forsetahjónanna, en eitthvað stendur það í flugvélahönnuðunum að koma þar fyrir fullvöxnu baðkari sem hæfa þykir tign frúarinnar.

Frakkar velja sér örugglega næst ögn hávaxnari forseta sem ekki hefur áhyggjur af stærð „græjunnar“.


mbl.is Stærð skiptir máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Air Force One er ekki ein ákveðin flugvél heldur ber hver sú flugvél eða þyrla sem forseti Bandaríkjana ferðast í þetta kallmerki. Þetta er samt oftast notað um sérútbúnar Boeing 747-200B (Í þessu hlutverki heita þær raunar Boeing VC-25) vélar en þær eru tvær en ekki ein og þær eru smíðaðar kringum 1990 og þar með að nálgast tvítugsaldurinn.

Einar Steinsson, 21.4.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Air force one eða Boeing 747 eru tvær vélar rétt er það. Það mun ákveðið með aðeins stuttum fyrirvara og kostur er, hvor vélin er notuð í hvert sinn.

En þyrlurnar sem flytja forsetann bera kallmerkið "Marine one". Sjá hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Einar Steinsson

Já rétt, ég var búinn að gleyma þessu með "Marine One". Þetta liggur væntanlega í því að flugherinn rekur flugvélarnar og landgönguliðið þyrlurnar. En hvort sem er kallmerkið fylgir forsetanum, ekki flugvélunum, án hans eru þær ekki númer eitt.

Einar Steinsson, 21.4.2009 kl. 19:48

4 identicon

Airforce Two ef varaforsetinn notar þær.

Svo ef fjölskyldan er bara í vélunum þá breytist kallmerkið í Airforce/Marine One Foxtrot.

Málið flækist líka örlítið því flugherinn rekur líka þyrlur í Washington sem varaforsetinn notar aðallega svo þær eru Airforce Two.

Í „gamla“ daga þá var herinn líka að flækjast í þessu svo þá var Army Airforce One líka til.

karl (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband