Lamar Botox heilann?

Ný rannsókn bendir til þess að efni, sem notuð eru í Botox hrukkumeðferð í andliti, berist til heilans. Því  hefur bandaríska heilbrigðiseftirlitið FDA skerpt á viðvörunum sínum vegna slíkra meðferða.

Þó tilkynnt hafi verið um 600 tilfelli alvarlegra aukaverkana vegna Botox í heiminum hefur fyrirtækið Allergan, sem framleiðir Botox-efnið, gagnrýnt rannsóknina harðlega. Segja þeir niðurstöður hennar stangast á við allar rannsóknir fyrirtækisins. Eðlilega, hvað annað?

botox1Botox-meðferð lamar vöðva og því minnka hrukkur tímabundið en meðferðin leiðir víst ekki alltaf til fegurðarauka.

Skiptir það í raun og veru nokkru máli hvort þessi lamandi efni berast til heilans eða ekki?

Það getur ekki verið að fólk sem lætur sprauta í sig allskonar eiturefnum, til að fela eðlilega öldrun líkamans, hafi yfir höfuð einhverja heilastarfsemi þannig að skaðinn getur ekki verið mikill.

 
mbl.is Botox sagt berast til heila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það skýrir þá þessa lömun sem átt hefur sér stað í Hollywood undangengin ár.

eikifr (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það hefur verið vísindalega sannað að þeir sem nota Botox hafa ekki vinstra heilahvel. Þar er víst sílikon.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.5.2009 kl. 01:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður, Guðmundur, góður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband