ASÍ er gagnslaust til síns brúks, undir forystu núverandi forseta þess.

Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar er kröftugur verkalýðsforingi, sem þekkir uppruna sinn. Það eru menn eins og Aðalsteinn sem verkalýðurinn þarf til forystu í heildarsamtökum þeirra, ekki langskólagengna hagfræðinga.  Hagfræðinga sem eru tengslalausir við grasrótina og  setjast svo í stól  bankastjóra þegar þeir hafa lokið metnaðarlausu starfi sínu fyrir verkalýðinn.

betlariFrestun á launahækkunum 1. mars var knúin í gegn af ASÍ „hagfræðingunum“ á þeirri forsendu að slæm staða fyrirtækjanna leyfði ekki kauphækkanir. Forseti ASÍ lét þau orð falla að landsbyggðafélögin sex, sem voru á móti frestun hækkana, væri frjálst að yfirgefa samflotið.

Forseti ASÍ metur stöðuna greinilega þannig að alger viðsnúningur hafi orðið og ASÍ sé ekki lengur til hagsmunagæslu fyrir aðildarfélögin, heldur eigi   aðildarfélögin að þjóna ASÍ.

Svo upplýstist dagana á eftir að nokkur fyrirtæki, sem þakklát höfðu tekið þessari ölmusu ASÍ, ætluðu kinnroðalaust að greiða hluthöfum margfalda þá upphæð, sem af launahækkuninni  hefði stafað, í arð þrátt fyrir meinta afleita stöðu fyrirtækjana!  

Eftir  látlausan fréttaflutning  og mikla úlfúð í þjóðfélaginu tilkynntu nokkur fyrirtæki að staða þeirra væri, þegar betur væri að gáð, ekki verri en það að þau ætluðu að greiða arðinn og launahækkunina að auki. 

Viðbrögð ASÍ við þessu voru mjög afgerandi og eftirtektarverð. Reyndar ekki eins og reiknað var með, því viðbrögðin voru engin. Þannig er hagsmunagæsla ASÍ fyrir umbjóðendur sína.gylfiarinbjornsson-asi_ipa

Þessi vinnubrögð ASÍ verða að nokkru leiti skiljanleg þegar innviðir ASÍ eru skoðaðir.

Sá maður, sem þar ræður ríkjum, þekkir ekki kjör alþýðunnar nema af afspurn og hefur aldrei þurft að deila með henni kjörum.

Þar fer  maður sem talar og talar um aðgerðir og úrbætur en hefur ekki annan boðskap að flytja en rúmast í innantómum hagfræðiþulum og meðaltalstölum.

Þar fer maður sem talar  og talar um sókn og aðgerðir til bættra kjara en hann hljómar ekki sannfærandi því hann hefur engin tengsl við umbjóðendur sína og  þekkir þá ekki nema sem tölur á litskyggnum og línuritum.

Þar fer maður, sem þiggur  úr vasa umbjóðenda sinna, kinnroðalaust,  fimmföld laun þeirra. Laun sem ákveðin eru fyrirhafnarlaust á bak við tjöldin.

Maðurinn sá þarf ekki að eiga kjör sín undir útkomu þeirra kjarasamninga sem hann gerir fyrir  umbjóðendur sína.

Með núverandi forystu er ASÍ, sem hagsmunagæslusamtök verkalýðsins, ekki léleg eða veik til síns brúks, þau eru ónýt.  


mbl.is Kanna lögmæti frestunar launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sýndi sig í haust þegar bankarnir hrundu og ljóst var í hvað stefndi, að ASÍ-forystan var víðsfjarri umræðunni um afkomu heimilanna, ábyrgð stjórnmálamanna sem komu útrásinni af stað eða siðblindu útrásarglæpona.

Þess vegna fannst mér holur hljómur í (her)útkalli ASÍ, þegar fólk var hvatt til að mæta fyrir utan Alþingishús og Stjórnarráð að mótmæla seinagangi Vg og Samfó við myndun nýrrar ríkisstjórnar. ASÍ-forystan kvartaði ekki við ríkisstjórn Geirs Haarde yfir neinum seinagangi þar eða vilja til að vinda ofan af óréttlætinu.

Hagfræðingar eru sjálfsagt góðir til síns brúks, en má ég biðja um VENJULEGT FÓLK til forystu verkalýðsfélaga, fólks sem þekkir brauðstritið af eigin raun. Fyrir samningagerð er sjálfsagt að ráða hagfræðinga í tímabundið verk til að taka stöðuna og reikna út hvernig eðlilegar kaupkröfur gætu litið út. Þangað til - ASÍ-forysta - EKKI ÞVÆLAST FYRIR MÉR.

Kolla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:02

2 identicon

ASÍ hefur ekkert með verkalýðinn að gera - og hefur ekki átt um langan tíma. ASÍ er á launum atvinnurekenda - skítt með þrælana.

Skorrdal (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:18

3 identicon

Ég er ekki sátt við að hafa mann sem Gylfa í forystu fyrir verkalýðinn. Mann sem ákveður fyrir fólk að nú eigi það að afsala sér launahækkunum sem búið var að semja um! Laun sem áttu að hækka vegna þess sem á undan var gengið, mánuða sem liðnir voru! Þetta er fáránlegt, burt með manninn!Hann er ekki starfi sínu vaxinn. Ætti að vera nóg fyrir hann að fá laun í þrjá til sex mánuði, eftir það getur hann þegið atvinnuleysisbætur eins og við hin ef hann verður ekki kominn með vinnu.

.

assa (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.