Er Páfinn viðskiptavinur Símans?

Síminn viðhefur, vægt til orða tekið, vafasama viðskiptahætti. Hann áskilur sér rétt til að breyta einhliða, draga úr og takmarka umsaminn gagnaflutning til viðskiptavina þegar það hentar honum.  Hinsvegar hentar það ekki Símanum að lækka verðið í samræmi við skerta þjónustu.

Páfinn hlýtur að vera viðskiptavinur Símans. Það er eina skýringin á því hvers vegna Páfinn greip til þess ráðs að skilja eftir skilaboð til Guðs á bréfmiða í Grátmúrnum. Hann hefur talið það fljótlegra en að nota ADSL tengingu Símans.

Það er hart ef síminn þrengir svo að viðskiptavinum sínum að þeir sjái hag sínum best borgið með notkun á flöskupósti.


mbl.is Páfi við Grátmúrinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

He,he góður þessi :)

Finnur Bárðarson, 12.5.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hahaha!

Heilagar bréfdúfur. :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.5.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.