Blæðir bílaumboðunum út?

gullkálfurinnÞað var ekki bara að bílaumboðin gerðu þessa rekstrarleigusamninga óþvinguð og af fúsum og frjálsum vilja, heldur stunduðu þau þetta viðskiptaform af miklu kappi.

Ómældu fé var varið í auglýsingar og ýmsar  fegrunaraðgerðir á þessu viðskiptaformi , í því markmiði að hremma  viðskiptavini. Hrunadansinn var glatt stiginn kringum Gullkálfinn.

Viðskiptavinir bílaumboðana, sem hafa lent í vandræðum með greiðslur á gylliboðum þeirra hafa ekki fengið neina meðaumkun þaðan eða sjúkrameðferð aðra þótt þeim hafi blætt.

Bílaumboðin verða að taka afleiðingum gerðra samninga rétt eins og aðrir og blæða út ef ekki vill betur. Gerningurinn var alfarið þeirra.


mbl.is Umboðin sitja uppi með hundruð rekstrarleigubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já þeir eru kannski ekki sjálfir mildir ef maður klikkar á greiðslum þessir höfðingjar Mín vegna mátti fækka umboðum þau voru orðin of mörg..Endar kannski Íslenska Ríkið með öll umboðin.Væri þá ekki ráð að fækka tegundum sem hlýtur að auka hagkvæmni í varahlutasölu og viðgerðum.Reyndar er Toyota að verða þjóðarbíll sem tæpur helmingur þjóðarinnar ekur á(Corolla, Yaris).Ég er þannig gerður að vilja algengan bíl sem gott er að fá þjónustu og varahluti í.Eins og t.d. FIAT Uno,kom ekkert vel út hér en var vinsæll í  S  Evrópu vegna  rekstrarhagkvæmni og betra loftslags,og hreinlega hve hann var algengur og einfaldur,þó hann bilaði svolítið.

Hörður H. (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband