Eru Danir að kjósa um jafnrétti og jöfnuð í dag?

Danir kjósa um það í dag að dætur verði jafnar drengjum til arfs á krúnunni.  Mikið framfaraspor að sögn.

„Anders Fogh Rasmussen, segir að það yrði „virkilega neyðarlegt" fyrir landið ef breytingunni verður hafnað. „Á alþjóðlegum vettvangi myndi það grafa undan trúverðugleika okkar sem þjóðar sem berst fyrir jafnrétti kynjanna.“

Flokkast það undir jafnrétti í nútímaþjóðfélagi að  í ákveðin embætti sé ekki valinn hæfasti einstaklingurinn, heldur gangi þau að erfðum, samkvæmt úr sér gengnu miðaldafyrirkomulagi.

Nú skal jafnréttinu náð með því að algerlega óhæf kona geti valist  í þetta embætti til jafns við vanhæfan karl. Eina krafan sem er gerð, er að vera frumburður foreldra sinna.

Ég held að ef Danir verði fyrir hnekki á alþjóðavettvangi verði það ekki fyrir jafnréttishalla innan konungsfjölskyldunnar heldur fyrir það að viðhalda kerfi sem beinlínis felur í sér misrétti og ójöfnuð þegnanna.

 
mbl.is Dætur erfi krúnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Ólafur var kjörinn í kosningum og í kosningum er hægt að losna við  hann.

Það gerir þú ekki við Möggu, né niðja hennar. Hún var ekki valin af þjóðinni, hún bara kom. Aukinheldur að kónga settið allt er heldur dýrara í rekstri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.6.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Kristinn, svona er bara að hafa alla á móti sér!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.6.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristinn, það geta allir Íslenskir ríkisborgarar, sem náð hafa 35 ára aldri og hafa hreint sakavottorð, boðið sig fram. Varla eru þeir allir vitleysingjar? Meira að segja getur Árni Johnsen boðið sig fram,  eftir snöggt þrifabaðið (lesist hundahreinsun) sem hann var settur í af handhöfum forsetavalds í fjarveru forsetans.

Kannski við gefum kost á okkur?

Vissulega hafa ekki allir sem fengið hafa Fálkaorðuna, verðskuldað hana. En það er skiljanlegur misskilningur að forsetinn ákveði hverjir hljóti orðuna, hann afhendir í raun aðeins orðuna, viðkomandi orðuþega, ákvörðunarvaldið liggur hjá orðuveitingarnefnd, hana skipa:

Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis, formaður orðunefndar
Jón Helgason, fyrrv. ráðherra
Rakel Olsen, framkvæmdastjóri
Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður UNICEF
Örnólfur Thorsson, orðuritari

Ekki beinlínis klapplið Ólafs, þau ákveða og við bölvum forsetanum valið. Ólafur er örugglega á sínu síðasta kjörtímabili, menn geta andað léttar. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband