„Já ráðherra“

Eru embættismenn eitthvert sérstakt mannkyn? Það er yfirleitt talað um þennan flokk manna eins og þeir standi til hliðar og tilheyri ekki okkur hinum og séu nánast ósnertanlegir. Þeir sjálfir eru hvað best meðvitaðir um þennan skilning.

Þetta núverandi fyrirkomulag kann að vera skýringin á því hvers vegna margir embættismenn telja sig þess umkomna að koma fram við fólk fullir hroka, stærilætis og drýginda.

Ég er fullkomlega sammála Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að núverandi fyrirkomulag um embættismenn sé óviðunandi, en er henni ósammála að endurskoða þurfi kerfið. Kerfið þarf að brjóta niður og endurbyggja frá grunni.já ráðherra

Af hverju ætti skipun til  5 ára að vera meginreglan. Er ekki eðlilegast að þessir menn (og konur) séu ekki skipaðir heldur ráðnir rétt eins og aðrir og sagt upp rétt eins og öðrum með venjulegum fyrirvara?

Hvað ráðuneytisstjóra snertir er núverandi kerfi heimskan ein. Það er ljóst að þær stöður eru hápólitískar. Eðlilegast er að hver ráðherra skipi sinn ráðuneytisstjóra við komu sína í ráðuneytið, en þurfi ekki að sitja uppi með jafnvel pólitískan andstæðing sinn sem verkstjóra. Mann sem ekki hefur minnsta snefil af áhuga á því sem ráðherrann er að gera.

Þegar því er svo haldið því fram að fagmennskan ein ráði störfum ráðuneytisstjóra og persónulegar skoðanir þeirra og aðrir mannlegir þættir hafi ekkert að segja, er það í besta falli barnaskapur og einfeldni.

 


mbl.is Vill endurskoða reglur um embættismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákvæmlega er þetta svon, kanski eða sennilega verra Axel, sumt er auðveldara í að koma en úr að fara og það á sko við hér

Jón Snæbjörnsson, 11.6.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En orð eru til alls fyrst Jón. Það þýðir ekki að setja það fyrir sig og láta það stoppa sig að það sem þarf að laga taki tíma og kosti peninga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.6.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála þér kerfið er ónýtt hagkerfið hrundi og á ekkert að endurbyggja, það á að byggja nýtt og stjórnsýslan er mjög morkin og það á ekki að endurskoða hana það á að byggja nýtt með nýrri byggingu nýs íslands.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.6.2009 kl. 22:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og undirtektir Högni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.6.2009 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband