Kvikmyndatökuvélin flaug fyrir Hrafninn, fyrir björg

Hrafn_GunnlaugssonHrafn Gunnlaugsson ekur bíl á Gíbraltar suður, lendir í árekstri einn úr hópi manna, sem  á móti koma, á bifhjólum.

Í skýrslu um frásögn Hrafnsins af atburðum segir m.a. á þessa leið:

„Hrafn sagðist hafa farið út úr bílnum eftir áreksturinn.  Þá hafi einn bifhjólamannanna reynt að hrifsa af honum kvikmyndatökuvél sem hann hélt á. Síðan hafi mennirnir ráðist á hann með höggum og spörkum, skellt honum í jörðina, snúið upp á hægri handlegg hans og náð af honum myndavélinni. Einn hafi kastað myndavélinni fram af grjótvegg og niður í fjöru.“

Hvort lýgur Hrafninn eða flýgur?  Af hverju hélt Hrafninn á kvikmyndatökuvélinni þegar hann fór út úr bílnum? Var hann kannski að nota hana samhliða akstrinum?  

Eða hafði hann minni en engar áhyggjur af manninum sem minntist við brettið á bílum og greip vélina með sér því hann taldi mannklessuna á brettinu kjörið myndefni?

Gildir einu hvort var, hvorutveggja virðist týpískur Hrafn.

Það eina órökrétta í þessu máli er að það var kvikmyndatökuvélin en ekki Hrafninn sem flaug, í fjöruna niður.  

 


mbl.is Fær ekki bætur vegna líkamsárásar á Gíbraltar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta mál er dularfullt, hver réðist á hvern ? Hvað var Hrafn að þvælast fyrir skuggalegum mótorhjólaliði. Þeir snéru hann aðeins niður, eftir að hann æpti, "ég er Íslendingur". Fullkomlega skiljanlegt.

Finnur Bárðarson, 16.6.2009 kl. 20:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hrafn vísar málinu vafalaust til Hæstaréttar, því hann telur sig njóta, eðli máls samkvæmt, meiri samúðar þar hjá "vinum og vandamönnum", en hann nýtur almennt á neðri hæðunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.6.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband