Kvikmyndatökuvélin flaug fyrir Hrafninn, fyrir björg

Hrafn_GunnlaugssonHrafn Gunnlaugsson ekur bíl á Gíbraltar suđur, lendir í árekstri einn úr hópi manna, sem  á móti koma, á bifhjólum.

Í skýrslu um frásögn Hrafnsins af atburđum segir m.a. á ţessa leiđ:

„Hrafn sagđist hafa fariđ út úr bílnum eftir áreksturinn.  Ţá hafi einn bifhjólamannanna reynt ađ hrifsa af honum kvikmyndatökuvél sem hann hélt á. Síđan hafi mennirnir ráđist á hann međ höggum og spörkum, skellt honum í jörđina, snúiđ upp á hćgri handlegg hans og náđ af honum myndavélinni. Einn hafi kastađ myndavélinni fram af grjótvegg og niđur í fjöru.“

Hvort lýgur Hrafninn eđa flýgur?  Af hverju hélt Hrafninn á kvikmyndatökuvélinni ţegar hann fór út úr bílnum? Var hann kannski ađ nota hana samhliđa akstrinum?  

Eđa hafđi hann minni en engar áhyggjur af manninum sem minntist viđ brettiđ á bílum og greip vélina međ sér ţví hann taldi mannklessuna á brettinu kjöriđ myndefni?

Gildir einu hvort var, hvorutveggja virđist týpískur Hrafn.

Ţađ eina órökrétta í ţessu máli er ađ ţađ var kvikmyndatökuvélin en ekki Hrafninn sem flaug, í fjöruna niđur.  

 


mbl.is Fćr ekki bćtur vegna líkamsárásar á Gíbraltar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárđarson

Ţetta mál er dularfullt, hver réđist á hvern ? Hvađ var Hrafn ađ ţvćlast fyrir skuggalegum mótorhjólaliđi. Ţeir snéru hann ađeins niđur, eftir ađ hann ćpti, "ég er Íslendingur". Fullkomlega skiljanlegt.

Finnur Bárđarson, 16.6.2009 kl. 20:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hrafn vísar málinu vafalaust til Hćstaréttar, ţví hann telur sig njóta, eđli máls samkvćmt, meiri samúđar ţar hjá "vinum og vandamönnum", en hann nýtur almennt á neđri hćđunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.6.2009 kl. 21:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband