Var allt einkavæðingarferlið lygi og blekkingar?

Því var haldið stíft að þjóðinni að kaup Samson á Landsbankanum væru alfarið fjármögnuð með sölu Björgólfsfeðga á bjórverksmiðju þeirra í Rússlandi. 

Þessi innflutningur á fjármagni var ein af megin rökum og skýringum Ríkisstjórnarinnar á sölu bankans til Samson.

Þar fór fremstur maðurinn, sem nú kemur fram fyrir þjóðina og hvítþvær sjálfan sig og kennir öllum öðrum um. Menn falla fram á ásjónu sína hópum saman og hrópa meistari, meistari lof sé þér, visku þinni og tilvist.

Nú er komið í ljós að fjármögnunarsagan var lygi. Hluti kaupverðsins var tekin að láni og nú á að láta þjóðina greiða það lán.

Var allt einkavæðingarferlið lygi og blekkingar? Var eitthvað á þessum tíma framkvæmt eins og gerist meðal siðaðra þjóða?

   
mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Og hvernig má það vera að þegar upp er staðið þá var aldrei búið að borga fyrir bankana sem þó voru að greiða eigendum sínum út arð upp á skrilljónir.  Gleymdu þeir að borga ? Eða voru þeir aldrei rukkaðir?Þetta er fáheyrt klúður

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 9.7.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Já, klúður og ekkert annað, nooot.

Björn Heiðdal, 9.7.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lyga- og svikavefur sem allir tóku þátt í, kaupendur og þá ekki hvað síst fulltrúar seljanda, ráðherrar í Ríkisstjórn Íslands og þar fóru fyrir liði Davíð "vammlausi" Oddson og Halldór Ásgrímsson.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.