40 orð

Fjörutíu orð var hún, umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, þessu máli sem  haldið hefur þjóðinni á suðupunkti undanfarnar vikur.

leikhús2Þeir eru ófáir sem eru hreinlega að fara á límingunum og spara ekki stóru orðin.

Ég sé enga ástæðu til að, hvorki fagna eða vola yfir þessari umsókn.  Umsóknin sem slík er nauðsynleg til að fá úr því skorið,  í eitt skipti fyrir öll, hvort Evrópusambandið henti okkur eða ekki.  

Það verður ekki fyrr en aðildarsamningurinn liggur fyrir og þjóðin búin að samþykkja hann eða hafna, sem ástæða er til að fagna eða gráta, allt eftir  skoðunum hvers og eins.

.


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er eftirfarandi: Þarf svona lagað ekki að fá staðfestingu forseta síðan að birta það í stjórnartíðindum fyrst til þess að þessi gjörningur sé löglegur ?

Sævar Einarsson, 18.7.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband