Minkurinn verður fulltrúi hænsnanna.

Ég hef áður lýst skoðun minni á Jóni Bjarnasyni sem ráðherra, sé ekki ástæðu til að endurtaka það. Jón er nú sem stendur ráðherra beggja þeirra málefna sem  mest verður tekist á um í komandi Evrópusambands aðildarviðræðum.

Ekki þarf að fara í grafgötur með persónulega skoðun ráðherrans á aðildarumsókn að Evrópusambandinu og því er borin von að hann muni hafa snefil af áhuga á að vinna málinu því brautargengi að færa okkur nær aðild.

Að tefla Jóni Bjarnasyni fram sem aðalmanninum í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum er rétt eins og fela minkinum að tala máli hænsnanna.

 
mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Mæltu heill kæri vin.... þetta er náttúrulega bara djók eða drami og samlíkingin hjá þér er afar góð.

Bergur Thorberg, 26.7.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Kjartan Jónsson

Glæsileg samlíking hjá þér Axel.

Kjartan Jónsson, 26.7.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin og undirtektir Bergur og Kjartan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband