Örlaganorn stjórnarinnar
11.8.2009 | 09:01
Icesave ógeðið er sennilega erfiðasta mál sem nokkur ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Það vita allir að oft þarf í pólitík að gera fleira en gott þykir.
Ég fæ ómögulega séð hvernig Ögmundur getur metið það svo að það muni engu breyta í Ríkistjórnarsamstarfinu verði ráðherrar stjórnarinnar til þess að Icesavemálið falli.
Eftir fall Icesave yrði ríkisstjórnin dauðadæmd, þótt menn ákvæðu að reyna að halda henni saman. Þau skilaboð hafa verið send að hver og einn stjórnarliða geti túlkað og framkvæmt stjórnarsáttmálann að vild. Þingmönnum stjórnarflokkana hefur verið gefið veiðileyfi á stjórninni.
Komi þessi staða upp ber að slíta stjórnarsamstarfinu strax, það væri ábyrgðarhluti að bjóða þjóðinni upp á andvana ríkisstjórn með þá stöðu upp sem þá væri uppi.
Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Athugasemdir
Eru engin lyf til sem geta hresst manninn eða er þetta "hopless case"
Finnur Bárðarson, 11.8.2009 kl. 12:36
Ég er orðin svartsýnn á framhald þessarar stjórnar, órólega "deildin" er búin að finna blóðbragðið, hún bregst aftur þegar minnst varir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.8.2009 kl. 21:32
Ég var annars, mjög ánægður með málflutning, Ögmundar.
Annars held ég, að það sé ekki séns, að Samfó slíti stjórnarsamstarfi, út af þessu máli.
Mér, sýnist að skv. nýjustu ummælum forsætisráðherra, þá sé hún u.þ.b. að sætta sig, við það að bakka í málinu,,,þ.e. ummæli hennar þess efnis, að ef Alþingi samþykki með fyrirvörum, þá þurfi að ræða við Breta og Hollendinga.
Svo, ég held, að þessi hætta, sé fyrst og fremst þáttur í áróðurs herferð Samfó, og að á bak við þessa hótun, sé ekkert meira en það.
Ekki séns, að Samfó slíti stjórn, þegar hún er rétt nýbúin að koma stærsta draumaverkefni sínu af stað, þ.e. umsóknar ferli að Evrópusambandinu.
Ekki, er að finna í ráðuneytum Samfó ráðherra, neitt hik á undirbúningi þess máls.
Svo, það sést svar á hvítu, þetta var bara hótun,,,nokkurs konar, andlegt ofbeldi gagnvart Ögmundi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 22:46
Ákvað að póstleggja þetta líka hérna, til að svara útbreyddum misskilningi meðal Samfó sinna:
Sko, þjóðréttarleg skuldbinding verður ekki til, fyrr en við svokallað staðfestingarferli.
Þetta er ástæða þess, að samingar sem fela í sér þjóðréttarlega skuldbindingu, þurfa staðfestingu meirihluta þings.
Án staðfestingar, er samingurinn fallinn eða hruninn.
Dæmi:
Evrópusambandsaðild, er þjóðréttarlega bindandi, ekki bara fyrir nýtt aðildarríki, heldur fyrir öll aðildarríki.
Þ.e. ástæðan fyrir staðfestingarferlinu, sem felur ekki bara í sér staðfestingu þings + þjóðaratkvæðagreiðslu þess ríkis sem æskir inngöngu, heldur einnig formlega staðfestingu þinga hvers aðildarríkis fyrir sig.
Ekki fyrr en staðfestingarferlinu er fullu lokið, þ.e. með staðfestingu síðasta meðlimaríkisins, sem nú eru 27, öðlast aðildarsamingur gildi.
Þó, ef ekki væri um nema eitt ríki, aðildarríki, sem lyki ekki staðfestingarferli, þá gæti samingurinn ekki tekið gildi.
Aðildarsamningar að ESB, lúta fyllstu reglum þjóðarréttar. Þig getið séð, af því að skoða staðfestingarferli ESB, hvernig þjóðarréttur virkar.
Varðandi Icesave, virkar þetta á engann hátt öðruvísi, þ.e. án staðfestingar myndast enginn þjóðréttarleg skuldbinding. Samingurinn, er því hruninn ef hann verður ekki staðfestur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 22:47
Takk fyrir innlitið og innleggið Einar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.8.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.