Dauðinn lá í leyni á leikskólanum!

Hvernig ratar virk handsprengja í sandkassa á leikskólalóð? Þar sem handsprengjur eru að öllu jöfnu ekki aðgengilegar almenningi og ekki í hvers manns höndum, þá  er því miður ekki nema eitt svar við því.

Henni hefur verið komið fyrir þar og þá í einum tilgangi aðeins. Henni hefur verið ætlað að komast í litlar forvitnar hendur sem væru fúsar að kanna leyndardóma þessa undarlega hlutar til fulls með þeim skelfilegu afleiðingum sem það hefði í för með sér.

Fyrir alla lífsins lukku komst sprengjan í réttar hendur áður en voði hlaust af.

Hver stendur að baki þessu og hvað  getur valdið svo djöfullegum ásetningi  og mannfyrirlitningu?

Eftir situr sá óþægilegi grunur að þetta sé ekki einangrað dæmi  og ógnvaldurinn láti ekki staðar numið hér.

Ekki er nema von að foreldrar séu í uppnámi og yfirvöldum brugðið, fólki bregður jú af minna tilefni.

  
mbl.is Handsprengja fannst við danskan leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.