Hvað verður um Íslensku bankana verði skipulögð glæpastarfsemi bönnuð?

AngelNokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um væntanlega inngöngu vélhjólaklúbbsins Fáfnis heitins í samfélag Vítisengla og skipulagða glæpastarfsemi þeim tengdum.

Ríkislögreglustjórinn í eigin persónu lýsti þeirri skoðun sinni í sjónvarpsviðtali á dögunum að banna ætti mótorhjólasamtökin hér á landi og jafnframt skipulagða glæpastarfsemi. Ekki vil ég gera lítið úr góðri meiningu hans. Víst er að koma þessara samtaka hingað er lítið fagnaðarefni.

Í þessari frétt er greint frá því að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætli að leggja fram á Alþingi í haust, frumvarp sem banni skipulagða glæpastarfsemi!

Er ég að miskilja eitthvað hafa glæpir fram að þessu ekki verið bannaðir? Eða er það staðreynd, sem ýmislegt bendir til, að bann við afbrotum á Íslandi nái aðeins yfir staka skyndiglæpi smákrimma en ekki skipulagða starfsemi jakkaklæddra stórbófa?bankar

Margt bendir til að starfsemi Íslensku bankanna síðustu árin hafi flokkast undir glæpastarfsemi og vel skipulagða í þokkabót, hafi jafnvel alltaf gert og geri enn.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Íslensku bankarnir verði, í frumvarpi dómsmálaráðherra, undanþegnir banni við skipulegri glæpastarfsemi svo ekki þurfi að leggja þá niður eða stinga þeim inn.

 
mbl.is Leita fordæma að banni við starfi Vítisengla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ætlar hún að banna alla skipulagða glæpastarfsemi ?

Hörður Halldórsson, 2.9.2009 kl. 18:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki meira Hörður en það sem stendur í fréttinni en þar segir:

"Hér á landi hyggst Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra leggja fram á haustþingi frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem bannar skipulagða glæpastarfsemi".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég hélt að glæpastarfsemi væri yfirhöfuð bönnuð.

Hafa þeir semsagt gefið undanþágu þar til núna, sé hún skipulögð?  ;]

Maður spyr sig.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.9.2009 kl. 04:02

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki hægt annað Inga, en draga  einmitt þá ályktun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband